Lýðræði er tækifæri

Sagt er að öll vandamál feli í sér tækifæri

Þau vandamál sem þjóðin glímir við um þessar mundir eru ekki bara í stærra laginu, þau eru risavaxin. En þeim fylgja líka margvísleg tækifæri. Við þurfum bara að vera með augun opin til sjá þau og hafa kjark til að grípa þau.

Þótt fæstir hafi séð hrunið fyrir, virðast flestir skilja svona eftirá séð hvað fór úrskeiðis, hver mistökin voru og hvernig hefði mátt afstýra því öllu: Bankarnir fengu að vaxa allt of mikið, eftirliti með fjármálafyrirtækjum var ábótavant, regluverkið gallað og svo framvegis og svo framvegis. Lesa áfram “Lýðræði er tækifæri”