Skýrsla um umbætur í peningamálum

Screen Shot 2015-03-31 at 22.53.53Í dag afhenti ég forsætisráðherra skýrslu mína um umbætur í peniningamálum. Fram kemur í skýrslunni að íslenskir viðskiptabankar sköpuðu mun meira af peningum en hagkerfið þurfti á að halda. Seðlabankanum tókst ekki að hafa hemil á peningamyndun bankanna með hefðbundnum stjórntækjum sínum. Skýrslan skoðar hugmyndir um endurbætur á peningakerfinu og kemst að þeirri niðurstöðu að svokallað þjóðpeningakerfi geti verið nothæfur grundvöllur að endurbótum á peningakerfinu.

Skýrslan er skrifuð á ensku en í viðauka er ítarleg samantekt á Íslensku. Formála að skýrslunni ritar Adair Turner sem var formaður stjórnar breska fjármálaeftirlitsins til ársins 2013. Skýrslan er aðgengileg á vefsíðu forsætisráðuneytisins.

Blaðamenn helstu fjölmiðla fengu ítarlega kynningu á skýrslunni í morgun. Það var mikill áhugi á efninu og í dag hafa birst vandaðar greinar um efnið. Hér er mynd sem ég smellti af fundarmönnum í upphafi fundar.

IMG_4894

Hér er svo mynd sem Helgi Seljan smellti af mér og uppáhalds línuritinu mínu.

Screen Shot 2015-03-31 at 23.08.10