Fjölmyntakerfi hefur verið nefnt sem einn af valkostunum í gjaldmiðilsmálum Íslands. Slíkt fyrirkomulag myndi fela í sér að fólk og fyrirtæki gæti einfaldlega notað þá mynt sem best hentar á hverjum tíma. Hugmyndin hljómar spennandi enda geta varla nokkur maður verið á móti frelsi til að velja.
Bent hefur verið á að einhliða upptaka eins erlends gjaldmiðils hefur í för með sér verulegan kostnað og mikla áhættu. Kostnaðurinn felst í því að kaupa til landsins nægilegt magn af seðlum (lágmark 40 milljarða). Áhættan felst einkum í því að núna eru 1000 milljarðar af lausu fé sem vilja fara úr landi og þá myndu 40 milljarðarnir duga skammt. Lesa áfram „Fjölmyntakerfi flókin og dýr“