Hvernig stöðvuðu Indverjar stóru bylgjuna?

Um mánaðarmótin apríl-maí flutti RÚV átakanlegar fréttir frá Indlandi. Neyðarástand ríkti vegna faraldursins, sjúkrahús og útfararstofur höfðu ekki undan. Þann 10. maí greindust 400 þúsund smit á einum degi.

Indverjum tókst samt með markvissum aðgerðum að ná tökum á faraldrinum og eftir mánuð hafði smittíðni lækkað um 75%. Mánuði síðar greindust 40 þúsund smit á dag, fækkun um 90%. Síðan hefur smitum haldið áfram að fækka jafnt og þétt í Indlandi og greinast nú færri en 10 smit á hverja milljón íbúa.[1] 

Lesa áfram „Hvernig stöðvuðu Indverjar stóru bylgjuna?“

Ævagamalt náttúrulyf sýnir öfluga virkni gegn Covid-19

Svartkúmin – Nigella Sativa

Frá því heimsfaraldurinn skall á heimsbyggðinni, hafa læknar og vísindamenn rannsakað fjölda þekktra efnasambanda og náttúrulyfja í þeirri von að finna einhverja lækningu við Covid-19.

Svartkúmin hefur í aldanna rás verið notað til lækninga í austurlöndum. Rannsóknir sýna að það dregur úr smiti og stuðlar að bata hjá Covid sjúklingum.

Sjúklingar sem fá svartkúmin ná fyrr bata en þeir sem fá lyfleysu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að svartkúmin hjálpar þungt höldnum sjúklingum og lækkar dánartíðni.

Svartkúmin (e. black cumin, black seed) eru þurrkuð fræ plöntu sem heitir ilmfrú (e. Nigella Sativa). Ekki má rugla svartkúmin saman við kryddin kúmen eða kumin. Svartkúmin fæst einna helst í búðum sem selja krydd, náttúrulyf og heilsufæði. Það fæst hér á landi.

Lesa áfram „Ævagamalt náttúrulyf sýnir öfluga virkni gegn Covid-19“