Krónan þarf að fá að hitta botninn

Vb

Brot úr viðtali við Frosta hjá Viðskiptablaðinu þann 25. september 2009.

Þá gæti hún styrkst um tugi prósenta

Frosti Sigurjónsson, forstjóri Dohop, segir að krónan geti ekki rétt úr kútnum fyrr en henni er leyft að finna botninn. „Krónan er að flestra mati allt of lágt skráð í dag en þrátt fyrir það getur hækkunarferlið ekki hafist fyrr en botninn finnst. Hann finnst ekki fyrr en eigendur þessara 170 milljarða sem nú sitja á gjaldeyrisreikningum í bönkunum byrja að kaupa krónur því þeir telja ólíklegt að hún lækki frekar.“

Þetta kemur fram í samtali við Viðskiptablaðið. Þar segir Frosti ennfremur: ,,Þá hefst styrkingarferlið og þegar það er á annað borð hafið gæti krónan styrkst um tugi prósenta á fáeinum dögum og náð sínu rétta gengi. Seðlabankinn þarf að leyfa krónunni að finna sinn botn og hann má ekki nota varasjóðinn til að tefja það ferli.“