Íbúar ESB fá kraftminni ryksugur

Screen-Shot-2013-11-15-at-14.25.53-300x185ESB ætlar að banna sölu á kraftmiklum ryksugum. Frá og með september 2014 verður bannað að selja heimilisryksugur aflmeiri en 1600 W. Frá 2017 má aflið ekki vera meira en 900 W. 

Nýjar ryksugur eru margar ríflega 2000 W í afli. Krafa ESB er því að helminga aflið árið 2017. Annað hvort þurfa ryksugur framtíðarinnar þá að nýta orkuna tvöfalt betur, eða íbúar ESB munu þurfa að ætla sér töluvert lengri tíma í að ryksuga en nú tíðkast.

Það er ekki að ástæðulausu sem ESB grípur til þess að takmarka orkunotkun heimilistækja. Stór hluti af rafmagni ESB byggir á eldnsneyti af einhverju tagi. Í ESB er rafmagn bæði dýrt og af skornum skammti.

Íslendingar eru í allt annari aðstöðu. Hér er nóg af ódýru, grænu rafmagni sem er framleitt að mestu með vatnsafli. Íslenskir neytendur ættu því að njóta frelsis til að ákveða sjálfir hvort þeir kaupa sér kraftmiklar ryksugur eða ekki.

En verði ekkert að gert, þá mun ryksugutilskipun ESB rata nánast sjálfkrafa inn í EES samninginn og þá mun hún hafa áhrif á neytendur hér á landi.

Að innleiða bann við glóperum og kröftugum ryksugum á Íslandi felur í sér algerlega óþarfa takmörkun á valfrelsi og lífsgæðum landsmanna. Sparperur eru margfalt dýrari en glóperur, sparperur gefa frá sér verri birtu og innihalda eitraðar kvikasilfursgufur. Sparryksugur munu vafalítið kosta meira en venjulegar ryksugur og ólíklegt að þær skili sömu afköstum og tvöfalt kraftmeiri ryksugur.

Hér má finna nánari upplýsingar um EcoDesign löggjöf ESB hún nær til mun fleiri heimilistækja en ryksugna.

VöruflokkarESB