Hvers vegna ganga Danir ekki í ESB?

Við fyrstu sýn virðast Danir hafa gengið í ESB árið 1973 en við nánari athugun kemur í ljós að 80% af landsvæðum og 90% af hafsvæðum Danaveldis og meiri hluti fiskauðlindarinnar eru utan ESB.

Auðvitað eru Danir formlega aðilar að ESB en þeir virðast einhvern vegin hafa komist upp með það að halda auðlindakistunum Grænlandi og Færeyjum utan ESB. Bláa sneiðin á þessum kökuritum sýnir Danska hlutann sem gekk í ESB.

Landsvæði
Fiskafli

Grænland gekk úr ESB árið 1985 og fellur undir aflandseyjar, en nokkur aðildarríki ESB halda slíkum svæðum utan ESB. Grænlendingar hafa reyndar ríkisborgararétt í ESB en án kosningaréttar. 

Færeyjar hafa aldrei verið aðili að ESB en hafa beinan fríverslunarsamning við ESB.

Það að Danaveldi hafi kosið að halda auðlindum sínum og meiri hluta fiskimiða utan ESB hlýtur að vekja nokkrar spurningar. 

VöruflokkarESB