Bókin Hitamál kom loksins úr prentun 4. desember og síðan hefur hún rokið út. Fyrsta prentun kláraðist á nokkrum dögum en fólkið hjá Litlaprent brást skjótt við og prentaði meira.
Bókin fæst keypt hér á vefnum sem kilja, rafbók og hljóðbók og fyrir stuttu kom hún í bókaverslanir Pennin Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu.
Margir hafa haft samband til að hrósa bókinni og færa þakkir fyrir að koma þeim sjónarmiðum á framfæri sem í henni eru. Morgunblaðið minntist á bókina á forsíðu þann 8. desember sl. en í því blaði var viðtal við mig um efnið. Þann 10. var rætt um bókina í ritstjórnargrein:

