Hugmynd að nýjum skyndibita

Frosti Sigurjónsson segir það oftast koma í hans hlut að grilla fyrir fjölskylduna.
Viðtal birtist í Finnur.is
Frosti Sigurjónsson athafnamaður styður við nýsköpun á sviði tækni, hefur óbilandi áhuga á landsmálum og kann að meta makríl.

Við Sindri sonur minn kunnum báðir að meta makríl og höfum oft veitt hann og matreitt,“ segir Frosti Sigurjónsson. „Síðastliðið haust stefndi allt í að sá holli og góði fiskur yrði ófáanlegur í verslunum. Við ákváðum þá að útvega frosinn makríl í búðirnar í vetur og neytendur hafa tekið þessari nýjung vel. Lesa áfram „Hugmynd að nýjum skyndibita“

Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum

Frétt á visir.is undir viðskipti 17. maí 2012.

  • Frosti Sigurjónsson segir að bankarnir geti í raun búið til nýjar krónur inn í kerfið með því að lána peninga.
  • Frosti Sigurjónsson

Frosti Sigurjónsson, rekstarhagfræðingur, segir að það þjóni hagsmunum Íslands best að vera áfram með krónuna, en gjörbylta hagstjórn með því að takmarka vald bankanna til útlána á svokölluðum rafkrónum. Peningvaldið hafi í raun verið fært frá ríkinu til bankanna og þessu þurfi að snúa við.

Frosti lýsti þessum viðhorfum í Klinkinu nýlega. Hann vill að hér verði innleidd önnur stefna í peningamálum byggð á kenningum bandaríska hagfræðingsins Irving Fisher, Lesa áfram „Vill halda í krónuna en bylta stefnunni í peningamálum“