Smellið á myndina til að heyra viðtalið. Viðtalið var í beinni á Bylgjunni þann 15. apríl 2013.
Vikulokin hjá Hallgrími Thorsteinssyni
Í Svörtum tungum hjá ÍNN
Eins og staðan er núna þurfum við nýja hugsun, út fyrir rammann.
Flugmiðar, makríll og pólitík
Frumkvöðlar laga og stilla
„Ég er þannig gerður að ef ég heyri falskan tón reyni ég sjálfkrafa að stilla hann – ég einfaldlega verð að stíga fram til að gera eitthvað í málunum. Allar mínar hugmyndir hafa orðið þannig til, líka Dohop, þar sem ég rak mig á að í flóknu umhverfi flugfargjalda vantaði einfaldleika og víðtæka þjónustu. Þess vegna fór ég af stað – til að laga þá skekkju.“ Lesa áfram „Eins og staðan er núna þurfum við nýja hugsun, út fyrir rammann.“
Frosti ræðir lausnir á peningamálum í Silfri Egils.
Hvernig leysum við vandann? – Í Bítið
Rætt við Frosta Sigurjónsson og Magnús Orra Schram um lausnir á vandanum í útvarpsþættinum Í Bítið á Bylgunni þann 5. febrúar 2013.
Frosti í Viðskiptaþætti hjá Sigurði Má
Viðtal þetta var birt á vef mbl.is þann 31. janúar 2013.
Vandamálunum fylgja tækifæri
Kári Örn Hinriksson – kari@timinn.is
Frosti Sigurjónsson er vel þekktur í íslensku viðskiptalífi en þessi dugmikli athafnamaður hefur komið að rekstri nokkurra stærstu og framsæknustu fyrirtækja landsins. Hann er frumkvöðull og meðstofnandi Dohop og Datamarket þar sem hann sinnir stjórnarformennsku auk þess að vera í stjórn Arctica Finance.
Næsta verkefni Frosta er að komast inn á Alþingi en hvað er það sem drífur hann áfram til þess að bjóða fram krafta sína þar?
„Ég hef áhuga á að leysa vandamál og fást við eitthvað nýtt,“ segir Frosti við blaðamann þegar spurninguna ber á góma. „Það er sannarlega nóg af vandamálum í stjórnkerfi landsins og stjórnmál eru eitthvað nýtt fyrir mér. Vandamálum fylgja alltaf tækifæri til að gera úrbætur og koma með nýjar lausnir. Eftir hrun hef ég varið verulegum tíma í að skoða vandamálin og íhuga lausnir og nú er ég reiðubúinn til að leggja mitt af mörkum við að koma þeim í framkvæmd.“ Lesa áfram „Vandamálunum fylgja tækifæri“
Eftir Icesave er komið að heimilunum
„Nei. Þetta mál er ekki dautt,“ segir Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosingum og einn stofnenda Advice-hópsins, um baráttu fyrir aðgerðum í þágu skuldugra heimila. Eftir sigurinn í Icesave sé komið að heimilunum. Lesa áfram „Eftir Icesave er komið að heimilunum“
Viðtal í Kastljósi vegna Icesave dóms
Rætt við Frosta sem talsmann ADVICE hópsins gegn ICESAVE samningnum í Kastljósi þann 29. janúar 2013.