Hér á landi virðist ekki algengt að nýta rósir í matargerð en það er ljómandi gott að skreyta salöt með rósablöðum eða að gera sultu og te úr blómunum.
Víða erlendis, t.d. í Frakklandi, þykir rósasulta hið mesta sælgæti. Það er eiginlega synd að hér á landi fá útsprungnar rósir bara að fölna og fjúka burt. Auðvitað er mikilvægt að borða eingöngu rósir sem hafa sloppið við eiturefni.
Lesa áfram „Rósasulta – Uppskrift“