Katrín Júlíusdóttir tók við lyklunum að Fjármálaráðuneytinu í dag. Hún lét það verða sitt fyrsta verk að grafa undan trausti á gjaldmiðli þjóðarinnar í viðtali við Bloomberg fréttastofuna.
Bloomberg birti í dag frétt um ráðherraskiptin undir fyrirsögninni „Iceland sees end of krona days as joining euro only option“. Í fréttinni er víða vitnað orðrétt í fjármálaráðherrann. Afstöðu hennar má túlka þannig að krónan sé slæmur gjaldmiðill og lítil von um úrbætur, evran sé eina lausnin en hún standi ekki til boða í bráð. Lesa áfram „Ráðherra grefur undan gjaldmiðlinum“