10 ábendingar um úrbætur á umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna

Inngangur
Undirritaður tók, ásamt fleirum, þátt í söfnun undirskrifta þar sem skorað var á forseta Íslands að vísa Icesave III lögunum til þjóðaratkvæðis. Í framhaldi af ákvörðun forsetans um að vísa málinu til þjóðarinnar tók undirritaður einnig þátt í málefnalegri baráttu fyrir því að kjósendur höfnuðu lögunum.

Eftirfarandi ábendingar eru því byggðar á beinni reynslu af ofangreindum verkefnum og eru settar fram í þeirri von að þær geti nýst við að bæta umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna hér á landi.

Lesa áfram „10 ábendingar um úrbætur á umgjörð þjóðaratkvæðagreiðslna“

Hraunrennsli stýrt með kælingu

Þann 23. janúar 1973 hófst óvænt eldgos rétt við bæjarmörkin í Vestmanneyjum. Tveim vikum síðar hófust tilraunir til að dæla sjó á hraunið til að beina rennsli þess frá byggð og mannvirkjum.

Kæling hraunsins hafði töluverð áhrif og árið 1997 birti Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna skýrslu um hraunkælinguna í gosinu í Heimaey. Skýrslan fjallar um sögu verkefnisins, þau vandamál sem upp komu og hvernig þau voru leyst. Þessi þekking gæti komið að gagni færi svo að glóandi hraun ógni hér byggð á nýjan leik.

Lesa áfram „Hraunrennsli stýrt með kælingu“

Ótímabært að selja Landsbankann

Screen Shot 2015-09-28 at 21.44.25Samkvæmt bréfi Bankasýslu ríkisins til Fjármálaráðherra 9. september er hafinn undirbúningur að sölu 30% eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum og stefnt að því að sölunni verði lokið á árinu 2016. Ríkið á nú 98% hlut í bankanum en fjármálaráðherra hefur sagt að hann telji eðlilegt að eignarhlutur ríkisins í Landbankanum sé um 40%. Bankasýslan mun skila ráðherra tillögu um söluna fyrir lok janúar. Lesa áfram „Ótímabært að selja Landsbankann“

Þingræða á eldhúsdögum

Virðulegi forseti,  kæru landsmenn

Í þessari stuttu ræðu langar mig til að vekja athygli á ólíkum hagsmunum bankakerfisins og fólksins í landinu og mikilvægi þess að í því efni verði komið á betra jafnvægi en nú er. Ég tel að stjórnmálamenn allra flokka ættu að geta sameinast um þetta markmið.

En áður en ég vík að bankakerfinu, vil ég nota tækifærið til að fagna þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur náð á fyrsta ári kjörtímabilsins. Ekki síst með vel útfærðum aðgerðum í þágu skuldsettra heimila, en skuldir þeirra hafa tvöfaldast á tuttugu árum og íslensk heimili með þeim skuldsettustu í heimi. Lesa áfram „Þingræða á eldhúsdögum“

Ekki-frétt dagsins

Í aðdraganda kosninga fékk ég stundum þá spurningu hvort þeir sem hefðu þegar fengið leiðréttingar af einhverju tagi, ættu einnig kost á þeirri almennu leiðréttingu sem Framsóknarflokkurinn boðaði. Í dag spurði háttvirtur Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar sömu spurningar varðandi þá leiðréttingu sem ríkisstjórnin boðaði. Lesa áfram „Ekki-frétt dagsins“

Samskiptamáti í þingsal – Þörf á bragarbót

Traust til alþingis er sáralítið. Samkvæmt viðhorfskönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans í Maí 2013 bera aðeins 14% svarenda traust til Alþingis. Meirihluti þátttakenda sem báru ekki traust til Alþingis, sögðu vantraustið beinast að samskiptamáta þingmanna. Svarendur segja að umræða á þingi sé ómálefnaleg, þingmenn sýni hver öðrum dónaskap. Þeir stundi karp, skítkast, séu í sandkassaleik, dónalegir, noti ljótt orðbragð, rífist um hver gerði hvað, þingmenn kenni öðrum um og upphefji sjálfa sig. Á öðrum vinnustöðum myndi þvílík framkoma ekki líðast. Lesa áfram „Samskiptamáti í þingsal – Þörf á bragarbót“

Er Íslendingum treystandi fyrir beinu lýðræði?

Stundum heyrast þau sjónarmið að það sé mjög varasamt að fela íslenskum kjósendum málskots- og frumkvæðisrétt. Þeir myndi þá bara hafna lögum um aukna skatta og heimta á sama tíma lög um aukna þjónustu og vera almennt óábyrgir í ákvörðunum. Ríkið færi fjótlega á hausinn.

Þessu til stuðnigs er vísað til Kaliforníu sem býr við einhverskonar beint lýðræði og rambar á barmi gjaldþrots. Ef vísað er til góðrar reynslu Svisslendinga af beinu lýðræði þá er hún skýrð í burtu með því að sú þjóð hafi meiri lýðræðisþroska en aðrar þjóðir. Íslendingar séu hinsvegar mjög vanþroska og vísir til að klúðra þessu eins og öllu öðru. Lesa áfram „Er Íslendingum treystandi fyrir beinu lýðræði?“

Ekki ein niðurstaða um þjóðkirkju

Í samantekt stjórnlaganefndar um niðurstöður þjóðfundar kemur meðal annars þetta fram:

„Efla skal ímynd Íslands, stuðla að fjölmenningu og aðskilnaði ríkis og trúfélaga.“

Hugsanlega hefur þessi samantekt verið gerð í einhverjum flýti því þegar gögnin sjálf eru skoðuð þá kemur einmitt fram að skoðanir hafi verið nokkuð skiptar um hvort gera eigi breytingu á stöðu þjóðkirkjunnar. Lesa áfram „Ekki ein niðurstaða um þjóðkirkju“

Lýðræði er tækifæri

Sagt er að öll vandamál feli í sér tækifæri

Þau vandamál sem þjóðin glímir við um þessar mundir eru ekki bara í stærra laginu, þau eru risavaxin. En þeim fylgja líka margvísleg tækifæri. Við þurfum bara að vera með augun opin til sjá þau og hafa kjark til að grípa þau.

Þótt fæstir hafi séð hrunið fyrir, virðast flestir skilja svona eftirá séð hvað fór úrskeiðis, hver mistökin voru og hvernig hefði mátt afstýra því öllu: Bankarnir fengu að vaxa allt of mikið, eftirliti með fjármálafyrirtækjum var ábótavant, regluverkið gallað og svo framvegis og svo framvegis. Lesa áfram „Lýðræði er tækifæri“