Er vit í því að afnema verðtryggingu?

Screen Shot 2013-03-25 at 9.17.34 PMGreinin birtist í Þjóðmálum, vor 2013

Í kjölfar efnahagshrunsins hækkuðu höfuðstólar verðtryggðra lána mjög hratt á sama tíma og raunvirði fasteigna lækkaði og ráðstöfunartekjur heimila minnkuðu. Ekki þarf að koma á óvart að við slíkar kringumstæður sýni viðhorfskannanir yfirgnæfandi fylgi við afnám verðtryggingar. Ekki eru þó allir jafn vissir um að óhætt sé að afnema verðtryggingu og telja að óverðtryggð lán verði litlu skárri. Hér verða skoðuð helstu með- og mótrök fyrir afnámi verðtryggingar og svo hvaða leiðir gætu verið færar til afnáms. Lesa áfram „Er vit í því að afnema verðtryggingu?“

Hrímið af bílrúðunni

Í haust frétti ég af því húsráði að skola mætti hrímið af bílrúðunni með volgu vatni. Það hefur reynst mjög vel og flýtt talsvert fyrir.  Best er að nota nóg af volgu vatni. Ef maður notar of lítið vatn, er hættara við að vatnið frjósi aftur á rúðunni áður en rúðuþurrkurnar ná því af.

Þetta myndband tekið í morgun til að sýna hvernig þetta virkar. Ég setti myndbandið á Facebook svo fleiri gætu nýtt sér þetta ráð. Nú er myndbandið komið líka á Youtube svo iPad notendur geta líka skoðað það.

Sigur Íslands í Icesave málinu

10astaedur-nei
Í dag hafnaði EFTA dómstóllinn öllum ákærum ESA á hendur Íslandi í Icesave málinu. Auk þess var ESA og ESB, sem gerðist meðákærandi, dæmd til að greiða málskostnað Íslands af málinu. Sigur Íslands í þessu mikilvæga dómsmáli tíma hefði vart getað verið sætari.

Á þessu augnabliki er efst í huga þakklæti til þeirra fjölmörgu sjálfboðaliða sem lögðu ómældan tíma og vinnu í baráttu gegn óréttlátum Icesave samningum.

Ég vil þakka öllum sem tóku þátt í að gera sigurinn mögulegan, ekki síst þingmönnum sem færðu rök gegn Icesave samningunum, InDefence sem börðust gegn Icesave I og II, kjosum.is sem söfnuðu áskorunum, Forsetanum sem vísaði ákvörðuninni til þjóðaratkvæðis, og líka þakka öllum þeim sem tóku þátt og styrktu Advice hópinn í baráttunni gegn Icesave III, og svo kjósendum fyrir að fella samningana í þjóðaratkvæðagreiðslunni 9. apríl 2011.

Ímynd Íslands í alþjóðlegum samanburði

FutureBrand hefur í áttunda sinn birt lista 118 ríkja sem raðað er eftir því hve góð ímynd þeirra er. Ísland hafnar nú í 22. sæti sem þýðir að 80% að Ísland stendur betur að vígi að þessu leiti en 80% þeirra ríkja sem á listanum eru.

Listinn fer síðan nánar í hvar þjóðir standa á einstökum sviðum, t.d. hvað varðar traust, hreinleika, náttúrufegurð, stjórnmál, efnahagsstöðugleika, viðskiptaumhverfi og fleira.

Skýrsluhöfundar vilja meina að markaðsímynd ríkis geti haft umtalsverð áhrif á framtíðarmöguleika þess, hvernig því gangi að laða til sín tækifæri, ferðamenn og viðskiptatækifæri. Samkvæmt því er tilefni til nokkurrar bjartsýni. Lesa áfram „Ímynd Íslands í alþjóðlegum samanburði“

Ráðumst að rót verðbólgunnar

Greinin birtist í Morgunblaðinu 5. janúar 2013

Verðbólga er alvarlegt vandamál sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að ráða við. Í stað þess að koma böndum á sjálfa verðbólguna hefur vandanum verið sópað undir teppi verðtryggingar. Sú leið felur í sér að fjárfestar njóta tryggingar gegn verðbólgu en því miður er sú trygging á kostnað allra annarra í samfélaginu. Lesa áfram „Ráðumst að rót verðbólgunnar“

Gasöld gengin í garð

Nýjar námuaðferðir “e. fracking” hafa opnað Bandaríkjamönnum aðgang að gríðarlegu magni af jarðgasi sem bundið er í setlögum (“shale”). Framboð af jarðgasi vestan hafs hefur stóraukist undanfarin ár og verð á gasi og ýmsum tengdum afurðum lækkað hratt.“Fracking” er stytting á orðinu “hydraulic fracturing” sem mætti þýða vökvaknúin sprungumyndun. Aðferðin felur í sér að blöndu af vatni, sandi og kemískum efnum er dælt niður í borholu undir miklum þrýstingi. Oft er holan boruð lárétt inn í þau setlög sem binda gasið. Gasið getur þá losnað úr setlögunum og leitað upp á yfirborðið um sprungurnar þegar niðurdælingu lýkur. Lesa áfram „Gasöld gengin í garð“