Er vit í því að afnema verðtryggingu?

Screen Shot 2013-03-25 at 9.17.34 PMGreinin birtist í Þjóðmálum, vor 2013

Í kjölfar efnahagshrunsins hækkuðu höfuðstólar verðtryggðra lána mjög hratt á sama tíma og raunvirði fasteigna lækkaði og ráðstöfunartekjur heimila minnkuðu. Ekki þarf að koma á óvart að við slíkar kringumstæður sýni viðhorfskannanir yfirgnæfandi fylgi við afnám verðtryggingar. Ekki eru þó allir jafn vissir um að óhætt sé að afnema verðtryggingu og telja að óverðtryggð lán verði litlu skárri. Hér verða skoðuð helstu með- og mótrök fyrir afnámi verðtryggingar og svo hvaða leiðir gætu verið færar til afnáms. Lesa áfram „Er vit í því að afnema verðtryggingu?“

Eins og staðan er núna þurfum við nýja hugsun, út fyrir rammann.

Flugmiðar, makríll og pólitík

Frosti Sigurjónsson hefur vakið athygli fyrir fjölbreytta hluti undanfarin ár, allt frá stofnun flugmiðavefsins Dohop til sölu og kynningar á makríl. Á sama tíma hefur hann haft virk afskipti af samfélagsmálum, fyrst í baráttu gegn IceSave og nú síðast með því að bjóða sig fram fyrir Framsóknarflokkinn í Alþingiskosningum árið 2013.


Frumkvöðlar laga og stilla

„Ég er þannig gerður að ef ég heyri falskan tón reyni ég sjálfkrafa að stilla hann – ég einfaldlega verð að stíga fram til að gera eitthvað í málunum. Allar mínar hugmyndir hafa orðið þannig til, líka Dohop, þar sem ég rak mig á að í flóknu umhverfi flugfargjalda vantaði einfaldleika og víðtæka þjónustu. Þess vegna fór ég af stað – til að laga þá skekkju.“ Lesa áfram „Eins og staðan er núna þurfum við nýja hugsun, út fyrir rammann.“

Hrímið af bílrúðunni

Í haust frétti ég af því húsráði að skola mætti hrímið af bílrúðunni með volgu vatni. Það hefur reynst mjög vel og flýtt talsvert fyrir.  Best er að nota nóg af volgu vatni. Ef maður notar of lítið vatn, er hættara við að vatnið frjósi aftur á rúðunni áður en rúðuþurrkurnar ná því af.

Þetta myndband tekið í morgun til að sýna hvernig þetta virkar. Ég setti myndbandið á Facebook svo fleiri gætu nýtt sér þetta ráð. Nú er myndbandið komið líka á Youtube svo iPad notendur geta líka skoðað það.