Frosti ræðir um afnám verðtryggingar í viðtali hjá Harmageddon á X-inu útvarpsstöð þann 4. febrúar, smellið á myndina til að heyra viðtalið.
Einhugur um afnám verðtryggingar – en hversu hratt?
Niðurstaða nefndar um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum er einróma sú að verðtrygging sé skaðleg og hana þurfi að afnema. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hversu hratt eigi að afnema verðtrygginguna. Minnihluti nefndarinnar leggur til afnám strax á miðju ári, en meirihlutinn vill afnema verðtryggingu í áföngum og taka fyrsta skrefið næstu áramót. Þingið þarf því að velja á milli þessara valkosta. Í þessum pistli skoða ég helstu rök meirihlutans gegn afnámi í einu skrefi og set fram mótrök gegn þeim. Lesa áfram „Einhugur um afnám verðtryggingar – en hversu hratt?“
Ef verðbólgan eykst þá græðir ríkið
Afnám verðtryggingar og fleira er varðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Viðtal á Bylgjunni í Reykjavík síðdegis þann 24. júní 2013. Tilefni er skýrsla frá Seðlabanka Íslands er varðar tíu liða aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar.
Er vit í því að afnema verðtryggingu?
Greinin birtist í Þjóðmálum, vor 2013
Í kjölfar efnahagshrunsins hækkuðu höfuðstólar verðtryggðra lána mjög hratt á sama tíma og raunvirði fasteigna lækkaði og ráðstöfunartekjur heimila minnkuðu. Ekki þarf að koma á óvart að við slíkar kringumstæður sýni viðhorfskannanir yfirgnæfandi fylgi við afnám verðtryggingar. Ekki eru þó allir jafn vissir um að óhætt sé að afnema verðtryggingu og telja að óverðtryggð lán verði litlu skárri. Hér verða skoðuð helstu með- og mótrök fyrir afnámi verðtryggingar og svo hvaða leiðir gætu verið færar til afnáms. Lesa áfram „Er vit í því að afnema verðtryggingu?“
Afnám verðtryggingar – Erindi á opnum fundi á Grand Hótel
Frosti var einn af ræðumönnum kvöldsins á opnum fundi Framsóknarflokksins þann 30. janúar 2013 á Grand Hótel um afnám verðtryggingar. Erindi Frosta byrjar á mín. 40 og svo eru almennar umræður í lokin.
Áhrif makaskipta á verðtryggingu
Húsnæðislán eru flest verðtryggð og þáttur fasteignaverðs nemur 15-18% af þeirri vísitölu sem verðtryggingin miðast við. Eftir að hafa meira en þrefaldast síðan 1994, hefur vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu nú loksins hætt að hækka. Það þurfti heimskreppu til. En hún lækkar furðu lítið. Stendur eiginlega í stað. Hvernig getur staðið á því?
Síðan kreppan skall á hefur fasteignasala nánast stöðvast. Kaupendur halda að sér höndum enda geta þeir ekki fengið lán til fasteignakaupa. Margir geta ekki selt húsin sín því að verðið sem býðst er lægra en áhvílandi lán. Þessi tregða hægir á lækkun fasteignaverðs. Lesa áfram „Áhrif makaskipta á verðtryggingu“