Það er mikil sóun að henda hrognum úr nýveiddum laxi en það gera samt flestir sem ég þekki. Það er eins og menn átti sig ekki á því hvaða verðmæti þeir hafa í höndunum. Kavíar úr villtum laxi er alger lúxus og selst á 7.500 kr. kílóið.
Þegar líður á seinni hluta veiðitímabilsins eru hrognin farin að stækka og þá er um að gera að nýta þau í kavíar.