FutureBrand hefur í áttunda sinn birt lista 118 ríkja sem raðað er eftir því hve góð ímynd þeirra er. Ísland hafnar nú í 22. sæti sem þýðir að 80% að Ísland stendur betur að vígi að þessu leiti en 80% þeirra ríkja sem á listanum eru.
Listinn fer síðan nánar í hvar þjóðir standa á einstökum sviðum, t.d. hvað varðar traust, hreinleika, náttúrufegurð, stjórnmál, efnahagsstöðugleika, viðskiptaumhverfi og fleira.
Skýrsluhöfundar vilja meina að markaðsímynd ríkis geti haft umtalsverð áhrif á framtíðarmöguleika þess, hvernig því gangi að laða til sín tækifæri, ferðamenn og viðskiptatækifæri. Samkvæmt því er tilefni til nokkurrar bjartsýni. Lesa áfram „Ímynd Íslands í alþjóðlegum samanburði“