Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun.

Vísir Innlent 26. ágúst 2009.
Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, bloggari og mótmælandi.
Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, bloggari og mótmælandi. Mynd/Anton Brink.
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar:

„Hugmyndin er sú að sá sem mætir þarna og öskrar getur unnið sér inn eina til tvær milljónir,“ segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop flugleitarvélarinnar og bloggari.

Hann tilheyrir hópi bloggara sem stendur fyrir svokölluðum hávaðamótmælum á Austurvelli á hádegi á morgun til að mótmæla því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Hann telur að mótmælendur geti unnið sér inn eina til tvær milljónir fyrir litla vinnu, en það er álíka upphæðinni sem deilist á hvern Íslending vegna samninganna. Lesa áfram „Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun.“

Fincancial Times á móti ICESAVE

ftcom.png Í gær birti breska dagblaðið Financial Times ritstjórnargrein um ICESAVE málið undir fyrirsögninni „In the same boat“. Það sem er fréttnæmt er að tónn greinarinnar er allt annar en sá sem Steingrímur J og Jóhanna hafa verið að búist við. Hér er ekki vottur af ásökun eða vantrausti á Ísland, þvert á móti er varað við því að þjóðin sé látin axla þessar byrðar. Financial Times eru hreinlega á móti ICESAVE samningnum.

In the same boat
Published: August 11 2009 22:52 | Last updated: August 11 2009 22:52
When the Dutch and British governments clinched Iceland’s agreement to reimburse savers in Icesave, the now-defunct overseas branch of Landsbanki, they did not count on the ire of Icelandic voters. The deal, stuck in an Althingi committee, is unlikely to gain the Icelandic parliament’s approval. Lesa áfram „Fincancial Times á móti ICESAVE“

Gauti B. Eggertsson og ógeðsdrykkurinn ICESAVE

gauti_eggertssonDr. Gauti, sem er yngri bróðir Dags, varaformanns Samfylkingarinnar kallar Icesave samninginn ógeðsdrykk sem verður að kyngja. Ef það verði ekki gert telur hann að allt fari á versta veg samanber eftirfarandi upptalningu:

„EES samningurinn er í húfi og þar með gífurleg útflutningsverðmæti.
Samskipti okkar við norðurlönd.
Allar lánalínur.
Lánshæfnismat íslenska ríkisins, sem hefur bein áhrif á lánshæfni allra íslenskra fyrirtækja.
Samskipti við fjölmörg fjármögnunarbatterí eins og Þróunarbanka Evrópu sem fjármagnar orkuverin að einhverju marki.
Öll fyrirgreiðsla alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Og svo framvegis“ Lesa áfram „Gauti B. Eggertsson og ógeðsdrykkurinn ICESAVE“