Fljótasta og ódýrasta leiðin á áfangastað

Lausn Flugsamgöngukerfi heimsins er flókið og stórt og erfitt að finna bestu kaupin. Frosti Sigurjónsson ákvað að gera bót þar á með Dohop.

Flugsamgöngukerfi heimsins er flókið og stórt og erfitt að finna bestu kaupin. Frosti Sigurjónsson ákvað að gera bót þar á með Dohop.
Viðtal í Morgunblaðinu
Hugmyndin kviknaði þegar Frosti Sigurjónsson bjó og starfaði í Suður-Frakklandi. „Ég var mikið á ferðinni milli staða og þurfti yfirleitt í hverjum mánuði að fara til Íslands. Lággjaldaflugfélögin voru þá nýlega farin af stað og munaði tugum þúsunda að fara þessa leið með flugfélögum eins og Easyjet, Ryanair og Iceland Express frekar en til dæmis Lufthansa eða Icelandair. En þar sem ekki var hægt að fljúga alla leið með einu flugfélagi var vandinn sá að finna réttar tengingar því lággjaldafélögin voru ekki tengd öðrum flugfélögum í leitarvélum sínum,“ útskýrir Frosti sem hugsaði sem svo að fleiri hlytu að vera í sömu stöðu og hann, og spennandi viðskiptatækifæri falið í því að gera leitina auðveldari.  Lesa áfram „Fljótasta og ódýrasta leiðin á áfangastað“

Ég stefni á sölvafjöru í Eyjum um helgina

SVIPMYND

Ferðaleit Frosti Sigurjónsson er bjartsýnn og segir vöxt Dohop rétt að byrja enda séu miklir möguleikar.
Bloggarinn Frosti Sigurjónsson stýrir Dohop. Á vefsetri fyrirtækisins finnst ódýrt flug og þjónusta við flugvelli er vaxandi þáttur í rekstrinum.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson – sbs@mbl.is
Heimsóknum á flugleitarvefinn Dohop.com hefur fjölgað mikið eftir að heimskreppan skall á. Nærri lætur að aðsóknin hafi tvöfaldast síðustu mánuði og erlendu tekjurnar eru sömuleiðis meiri en var. Eðlilega hættir fólk ekki að ferðast en nú skiptir lægsta verð enn meira máli en áður gerðist,“ segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop. Lesa áfram „Ég stefni á sölvafjöru í Eyjum um helgina“