Íbúar Alaska fá árlega greiddan út arð úr auðlindasjóði ríkisins. Arðgreiðslan er breytileg frá ári til árs en hefur yfirleitt verið á bilinu 120 – 240 þúsund kr á hvern íbúa.
Alaska er afar ríkt af auðlindum. Olíulindin í Prudhoe Bay gefur sem dæmi um 400 þúsund tunnur af olíu á dag og er afkastamesta olíulind í Norður Ameríku. Alaska á einnig mikið af gasi, kolum, málmum og ágæt fiskimið.
Árið 1956 þótti ástæða til að setja nýtt ákvæði í stjórnarskrá Alaska. Löggjafanum bæri að sjá til þess að nýting, þróun og varðveisla allra náttúruauðlinda sem tilheyrðu fylkinu, þar á meðal land og vötn, miðaði að hámörkun ábata fyrir fyrir íbúa fylkisins. Lesa áfram „Alaska greiðir íbúum auðlindaarð“