Þjóðin er og verður klofin í þessu hitamáli. Björgvin telur ásættanlegt að kljúfa þjóðina einmitt þegar hún þarf að vinna saman að lausn erfiðra vandamála.
Það eru skynsamir menn í báðum fylkingum. Ástæðan fyrir því að þetta skynsama fólk kemst að svo ólíkri niðurstöðu er að það er næg óvissa um framtíð mála á Íslandi og í Evrópu. Við það bætast svo tilfinningar og innsæi sem er ólíkt.
Við höfum ekki efni eða tíma til að ná sátt um ESB málið. Á að neyða helming þjóðarinnar í ESB? Það verður ekki gæfulegt.