Fljótasta og ódýrasta leiðin á áfangastað

Lausn Flugsamgöngukerfi heimsins er flókið og stórt og erfitt að finna bestu kaupin. Frosti Sigurjónsson ákvað að gera bót þar á með Dohop.

Flugsamgöngukerfi heimsins er flókið og stórt og erfitt að finna bestu kaupin. Frosti Sigurjónsson ákvað að gera bót þar á með Dohop.
Viðtal í Morgunblaðinu
Hugmyndin kviknaði þegar Frosti Sigurjónsson bjó og starfaði í Suður-Frakklandi. „Ég var mikið á ferðinni milli staða og þurfti yfirleitt í hverjum mánuði að fara til Íslands. Lággjaldaflugfélögin voru þá nýlega farin af stað og munaði tugum þúsunda að fara þessa leið með flugfélögum eins og Easyjet, Ryanair og Iceland Express frekar en til dæmis Lufthansa eða Icelandair. En þar sem ekki var hægt að fljúga alla leið með einu flugfélagi var vandinn sá að finna réttar tengingar því lággjaldafélögin voru ekki tengd öðrum flugfélögum í leitarvélum sínum,“ útskýrir Frosti sem hugsaði sem svo að fleiri hlytu að vera í sömu stöðu og hann, og spennandi viðskiptatækifæri falið í því að gera leitina auðveldari.  Lesa áfram „Fljótasta og ódýrasta leiðin á áfangastað“

Krónan þarf að fá að hitta botninn

Vb

Brot úr viðtali við Frosta hjá Viðskiptablaðinu þann 25. september 2009.

Þá gæti hún styrkst um tugi prósenta

Frosti Sigurjónsson, forstjóri Dohop, segir að krónan geti ekki rétt úr kútnum fyrr en henni er leyft að finna botninn. „Krónan er að flestra mati allt of lágt skráð í dag en þrátt fyrir það getur hækkunarferlið ekki hafist fyrr en botninn finnst. Hann finnst ekki fyrr en eigendur þessara 170 milljarða sem nú sitja á gjaldeyrisreikningum í bönkunum byrja að kaupa krónur því þeir telja ólíklegt að hún lækki frekar.“

Þetta kemur fram í samtali við Viðskiptablaðið. Þar segir Frosti ennfremur: ,,Þá hefst styrkingarferlið og þegar það er á annað borð hafið gæti krónan styrkst um tugi prósenta á fáeinum dögum og náð sínu rétta gengi. Seðlabankinn þarf að leyfa krónunni að finna sinn botn og hann má ekki nota varasjóðinn til að tefja það ferli.“

Ég stefni á sölvafjöru í Eyjum um helgina

SVIPMYND

Ferðaleit Frosti Sigurjónsson er bjartsýnn og segir vöxt Dohop rétt að byrja enda séu miklir möguleikar.
Bloggarinn Frosti Sigurjónsson stýrir Dohop. Á vefsetri fyrirtækisins finnst ódýrt flug og þjónusta við flugvelli er vaxandi þáttur í rekstrinum.
Eftir Sigurð Boga Sævarsson – sbs@mbl.is
Heimsóknum á flugleitarvefinn Dohop.com hefur fjölgað mikið eftir að heimskreppan skall á. Nærri lætur að aðsóknin hafi tvöfaldast síðustu mánuði og erlendu tekjurnar eru sömuleiðis meiri en var. Eðlilega hættir fólk ekki að ferðast en nú skiptir lægsta verð enn meira máli en áður gerðist,“ segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop. Lesa áfram „Ég stefni á sölvafjöru í Eyjum um helgina“

Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun.

Vísir Innlent 26. ágúst 2009.
Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, bloggari og mótmælandi.
Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri, bloggari og mótmælandi. Mynd/Anton Brink.
Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar:

„Hugmyndin er sú að sá sem mætir þarna og öskrar getur unnið sér inn eina til tvær milljónir,“ segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop flugleitarvélarinnar og bloggari.

Hann tilheyrir hópi bloggara sem stendur fyrir svokölluðum hávaðamótmælum á Austurvelli á hádegi á morgun til að mótmæla því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Hann telur að mótmælendur geti unnið sér inn eina til tvær milljónir fyrir litla vinnu, en það er álíka upphæðinni sem deilist á hvern Íslending vegna samninganna. Lesa áfram „Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun.“

Fríverslunarsamningar falla niður og verða ekki endurvaktir.

Vb

Frosti í viðtali á Viðskiptablaðinu 21.júlí 2009.

Arnór Gísli Ólafsson – arnor@vb.is

Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop og stjórnarmaður í Heimssýn, telur ekki líklegt að Ísland muni ná að uppfylla skilyrði um upptöku evru á næstu árum. Hann hefur því ekki trú á að tiltrú erlendra fjárfesta aukist vegna aðildarumsóknar.

,,Sú skoðun hefur komið fram hjá einhverjum atvinnurekendum að það verði auðveldara að ná árangri í rekstri Íslenskra fyrirtækja ef Ísland gerist aðili að ESB og hér verði tekin upp evra í framhaldinu. Þá munum við losna við þann óstöðugleika sem einkennt hefur krónuna Lesa áfram „Fríverslunarsamningar falla niður og verða ekki endurvaktir.“