Frétt um ICESAVE og þjóðaratkvæðagreiðslu birt á vef ruv.is þann 20. febrúar 2011.
Kjósum.is þar sem kosið var gegn Icesave.
Frosti í viðtali hjá Heimi og Kollu í Bítinu á Bylgunni þann 15. febrúar 2011.
Fljótasta og ódýrasta leiðin á áfangastað
Krónan þarf að fá að hitta botninn
Brot úr viðtali við Frosta hjá Viðskiptablaðinu þann 25. september 2009.
Þá gæti hún styrkst um tugi prósenta
Frosti Sigurjónsson, forstjóri Dohop, segir að krónan geti ekki rétt úr kútnum fyrr en henni er leyft að finna botninn. „Krónan er að flestra mati allt of lágt skráð í dag en þrátt fyrir það getur hækkunarferlið ekki hafist fyrr en botninn finnst. Hann finnst ekki fyrr en eigendur þessara 170 milljarða sem nú sitja á gjaldeyrisreikningum í bönkunum byrja að kaupa krónur því þeir telja ólíklegt að hún lækki frekar.“
Þetta kemur fram í samtali við Viðskiptablaðið. Þar segir Frosti ennfremur: ,,Þá hefst styrkingarferlið og þegar það er á annað borð hafið gæti krónan styrkst um tugi prósenta á fáeinum dögum og náð sínu rétta gengi. Seðlabankinn þarf að leyfa krónunni að finna sinn botn og hann má ekki nota varasjóðinn til að tefja það ferli.“
Ég stefni á sölvafjöru í Eyjum um helgina
SVIPMYND
Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun.
„Hugmyndin er sú að sá sem mætir þarna og öskrar getur unnið sér inn eina til tvær milljónir,“ segir Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop flugleitarvélarinnar og bloggari.
Hann tilheyrir hópi bloggara sem stendur fyrir svokölluðum hávaðamótmælum á Austurvelli á hádegi á morgun til að mótmæla því að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á Icesave samningunum. Hann telur að mótmælendur geti unnið sér inn eina til tvær milljónir fyrir litla vinnu, en það er álíka upphæðinni sem deilist á hvern Íslending vegna samninganna. Lesa áfram „Bloggarar standa fyrir hávaðamótmælum á morgun.“
Boðað til mótmæla vegna Icesave.
Fríverslunarsamningar falla niður og verða ekki endurvaktir.
Frosti í viðtali á Viðskiptablaðinu 21.júlí 2009.
Frosti Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Dohop og stjórnarmaður í Heimssýn, telur ekki líklegt að Ísland muni ná að uppfylla skilyrði um upptöku evru á næstu árum. Hann hefur því ekki trú á að tiltrú erlendra fjárfesta aukist vegna aðildarumsóknar.
,,Sú skoðun hefur komið fram hjá einhverjum atvinnurekendum að það verði auðveldara að ná árangri í rekstri Íslenskra fyrirtækja ef Ísland gerist aðili að ESB og hér verði tekin upp evra í framhaldinu. Þá munum við losna við þann óstöðugleika sem einkennt hefur krónuna Lesa áfram „Fríverslunarsamningar falla niður og verða ekki endurvaktir.“