Er sjálfakandi rafbíll handan við hornið?

Getur það verið rétt að árið 2030, eftir aðeins 13 ár, verði sjálfakandi rafbílar nær einu farartækin á götum Reykjavíkur? Samkvæmt niðurstöðum skýrslu frá RethinkX sem fjallar um framtíðarhorfur í samgöngum er það talið líklegt. RethinkX færa rök fyrir því að þróun sjálfakandi rafbíla verði mjög hröð og framundan sé alger bylting í bílaiðnaði. Þeir vara einnig við því að opinberir aðilar sem ekki fylgjast nægilega vel með þessari þróun eigi á hættu að fjárfesta í úreltri og óhagkvæmri samgöngutækni. Lesa áfram “Er sjálfakandi rafbíll handan við hornið?”

Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti

 MYND/PJETUR  Visir.is

Heimir Már Pétursson skrifar á Visir.is þann 13. nóvember:

Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi.

Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið.

Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Lesa áfram “Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti”

Íslendingar hjálpa Þjóðverjum við heimilisbókhaldið

Meniga logoEfnahagsáfallið var mikið áfall fyrir sjálfstraust þjóðarinnar. Fáir hefðu trúað því að skömmu eftir hrun myndu hinir ráðdeildarsömu Þjóðverjar leita lausna hér á landi. Þýskir bankar töpuðu óhemju miklum fjármunum í hruninu en það stoppaði þó ekki þýska bankann ComDirect í því að nýta sér lausn íslensks hugbúnaðarfyrirtækis. Ísland fyrir hrun hefði varla talist Mekka ráðdeildar og hagsýni. En nú örfáum árum síðar velja hinir mjög svo sparsömu Þjóðverjar íslenskan hugbúnað til að færa sitt rómaða heimilisbókhald inn í nútímann. Lesa áfram “Íslendingar hjálpa Þjóðverjum við heimilisbókhaldið”

Hrímið af bílrúðunni

Í haust frétti ég af því húsráði að skola mætti hrímið af bílrúðunni með volgu vatni. Það hefur reynst mjög vel og flýtt talsvert fyrir.  Best er að nota nóg af volgu vatni. Ef maður notar of lítið vatn, er hættara við að vatnið frjósi aftur á rúðunni áður en rúðuþurrkurnar ná því af.

Þetta myndband tekið í morgun til að sýna hvernig þetta virkar. Ég setti myndbandið á Facebook svo fleiri gætu nýtt sér þetta ráð. Nú er myndbandið komið líka á Youtube svo iPad notendur geta líka skoðað það.

Ekkert persónulegt…

Ert þú í hópi þeirra fjölmörgu sem nota sama tölvupóstfangið fyrir öll samskipti hvort sem þau eru prívat mál eða vinnutengd? Þekkir þú einhvern sem er þannig? Lestu þá áfram.

Sumum finnst kannski þægilegt að fá allan tölvupóst á eitt og sama netfangið, en það getur samt leitt til alls kyns vandræða sem betra væri að sneiða hjá.

Góðu fréttirnar eru að það kostar ekki neitt að stofna persónulegt tölvupóstfang hjá t.d. gmail.com og póstforrit ráða við fleiri en eitt tölvupóstfang samtímis. Það þarf því ekki að vera neitt auka vesen að fylgjast með tveim póstföngum. Lesa áfram “Ekkert persónulegt…”

Er þóríum orkugjafi framtíðarinnar?

thorium_raw_chunkÞóríum (eða þórín) er geislavirkt frumefni sem finnst í nægilegu magni á jörðinni til að mæta orkuþörf alls mannkyns í mörg hundruð ár, hugsanlega þúsund ár. Eitt kíló af þóríum getur skilað 200 sinnum meiri orku en fæst úr sama magni af úrani. Eitt gramm af þóríum gefur álíka mikla orku og 3,5 tonn af kolum.

Mikill og vaxandi áhugi er nú á þróun þóríum kjarnorkuvera. Margt bendir til að þau gætu orðið mun ódýrari og hættuminni en nútíma kjarnorkuver, sem byggja á úrani. Geislavirkur úrgangur yrði einnig brot af því sem fellur til í úran kjarnorkuverum. Lesa áfram “Er þóríum orkugjafi framtíðarinnar?”

Frumvarp um (lítinn) stuðning við nýsköpunarfyrirtæki

Ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp til laga sem ætlað er að efla nýsköpun í landinu. Samkvæmt því munu nýsköpunarfyrirtæki fá skattfrádrátt vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni og þeir sem fjárfesta í nýsköpunarfyrirtækjum geta fengið skattafslátt. Því miður gengur frumvarpið svo skammt að ólíklegt má telja að það hafi teljandi áhrif á nýsköpun í landinu þótt það verði að lögum.

Það ber þó að taka viljann fyrir verkið og enn er von til þess að bætt verði úr ágöllum enda þarf ekki að breyta miklu til að lögin skili tilætluðum árangri, störfum fjölgi og tekjur ríkissjóðs aukist. Lesa áfram “Frumvarp um (lítinn) stuðning við nýsköpunarfyrirtæki”