Nokkur bifreiðaumboð eru farin að auglýsa „vaxtalaus“ bílalán. Þegar betur er gáð þá eru vaxtalausu lánin alls ekki ókeypis. Því „vaxtalaus“ lán frá bifreiðaumboði bjóðast bara þeim sem sætta sig við að fá ekki afslætti eða aukahluti í kaupbæti sem bjóðast þeim sem staðgreiða eða greiða með venjulegu bílaláni. Lesa áfram „Vaxtalaus bílalán eru ekki ókeypis“
Efasemdir um nýtt fangelsi á Hólmsheiði
Ég verð að játa að ég hef efasemdir um að rétt sé að hefja byggingu fangelsis á Hólmsheiði, sem uppfyllir ýtrustu kröfur á sama tíma og heilbrigðiskerfi okkar riðar til falls. Hér er vonandi málefnalegt innlegg í þá umræðu.
Nýja fangelsið myndi kosta um 2 milljarða fullbúið með 56 klefum. En á sama tíma verða lagðir niður 28 klefar í fangelsum á Kópavogi og á Skólavörðustíg þannig að viðbótin yrði aðeins 28 klefar. Lesa áfram „Efasemdir um nýtt fangelsi á Hólmsheiði“
Sérstaða Íslands: Ekkert moskító
Moskítóflugan gerir ferðamönnum lífið leitt í flestum löndum öðrum en Íslandi og reyndar Færeyjum og Falklandseyjum líka. Eins og margir þekkja veldur bit moskítóflugunnar verulegum óþægindum og í sumum löndum getur það borið með sér alvarlega sjúkdóma.
All margir munu hafa ofnæmi fyrir moskítóbiti. Svo eru alltaf þessir óheppnu, líklega einn af hverjum tíu, sem virðist hafa sérlega bragðgott blóð og eru útstungnir þótt aðrir sleppi við bit. Bjóðum þetta fólk, og alla sem vilja vera lausir við moskító, velkomna í ferðalag til Íslands þar sem hægt er að eiga moskítólaust sumarfrí á fallegum stað.
Ísland hefur að mínum dómi alls ekki gert nóg af því að kynna sig sem moskítólaust land. Þessi sérstaða landsins er á fárra vitorði, en ef hún væri kynnt skipulega gæti það laðað hingað fleiri ferðamenn.
Heimildir:
Vísindavefurinn: Hvaða lönd eru moskítólaus?
Heilbrigðiskerfið njóti forgangs
Flestir eru á þeirri skoðun að björgun mannslífa eigi að vera forgangsmál og að veikum og slösuðum verði ávallt veitt besta læknisaðstoð og lyf sem völ er á. Standa beri vörð um heilbrigðiskerfið og tryggja því forgang umfram flest önnur verkefni ríkisins. Lesa áfram „Heilbrigðiskerfið njóti forgangs“
Spara mætti 100 milljarða með því að hraða rafbílavæðingu
Árlega er flutt inn eldsneyti fyrir 10 milljarða til að knýja einkabíla landsmanna. Nú eru loksins að koma rafmagnsbílar á markað sem komast meira en 150 km á einni hleðslu og útskipting bílaflotans getur hafist.
Það eru 200 þúsund einkabílar í landinu og það gæti tekið allt að 30 ár að skipta þeim flota út fyrir rafbíla. Þá er miðað við að 30% af nýjum innfluttum bílum séu rafbílar. Lesa áfram „Spara mætti 100 milljarða með því að hraða rafbílavæðingu“