Stjórnvöld víða um heim vara við sýndarfé.

Bitcoin sýndarféGrein sem birtist í DV-kjallari þann 25. mars 2014:
Þann 19. mars gáfu íslensk stjórnvöld út aðvörun um þá áhættu sem fylgir sýndarfé (e. virtual currencies) svo sem Auroracoin og Bitcoin. Tilefni aðvörunar nú er fyrirhuguð úthlutun sýndarfjárins Aurauracoin til Íslendinga á vegum aðila sem vinnur undir dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson.

Stjórnvöld fjölmargra landa hafa séð tilefni til að upplýsa almenning um þá áhættu sem felst í kaupum, varðveislu eða viðskiptum með sýndarfé. Notendur eru ekki varðir gegn tapi á sýndarfé, t.d. ef “markaðstorg” sem skiptir eða varðveitir sýndarfé bregst skyldum sínum, greiðsla misferst eða kemst í hendur óviðkomandi aðila. Lesa áfram „Stjórnvöld víða um heim vara við sýndarfé.“

Auroracoin peningasvindl?

aurlogo6Mbl.is flytur fréttir af áformum óþekktra en ákaflega góðhjartaðra aðila sem hyggjast gefa sérhverjum Íslendingi 31.8 auroracoin þann 25. mars næstkomandi. Íslendingar geti þá notað Auroracoin sem gjaldmiðil í staðinn fyrir krónur. Þannig verði þjóðin laus undan „gjaldeyrishöftum og útþynningu gjaldmiðilsins“.

Ýmislegt bendir samt til þess að hér sé um að ræða peningasvindl og brot á lögum.  Lesa áfram „Auroracoin peningasvindl?“