Grynnri og styttri kreppur takk

stiglitzFjármálakreppur eru býsna algengar. Um 100 lönd hafa gengið gegnum fjármála- eða gjaldmiðilskreppu á undanförnum 40 árum. Því miður bendir fátt til þess að slíkar kreppur séu úr sögunni. Það mætti vissulega gera ýmislegt til að minnka líkur á kreppum, en í þessum pistli verður hins vegar rætt um hugmynd þeirra Markus Miller’s og Joseph Stiglitz um hvernig megi draga úr því tjóni sem kreppum fylgir.

Við venjulegar aðstæður er ólíklegt að vel rekin fyrirtæki lendi í gjaldþroti. En þegar efnahagsáfall dynur yfir geta tugir þúsunda aðila lent í vanskilum samtímis óháð því hvernig staðið var að rekstrinum. Gjaldþrotaleiðin er dýr og tekur langan tíma að ljúka hverju búi. Sé sú leið farin með stóran hluta atvinnulífsins, getur það í sjálfu sér leitt til keðjuverkana, þannig að enn fleiri fyrirtæki fari á hausinn, atvinnuleysi verði enn meira og kreppuaástand vari mun lengur. Því má halda fram að þannig tapi kröfuhafar mun meiru en ef þeir hefðu strax gefið afslátt af kröfum sínum og þannig haldið sem flestum fyrirtækjum í rekstri. Lesa áfram “Grynnri og styttri kreppur takk”

Gleymd skýrsla Stiglitz um peningastefnu fyrir Ísland

225px-Joseph_Stiglitz Í nóvember árið 2001 afhenti hagfræðingurinn Joseph Stiglitz Seðlabanka Íslands skýrslu um peningastefnu fyrir smá og opin hagkerfi með sérstökum ráðleggingum fyrir Ísland. Nú blasir við að ef ráðgjöf Stiglitz hefði verið tekin alvarlega hefði mátt afstýra hruninu hér á landi, eða í það minnsta draga mjög úr því tjóni sem varð. Margt í skýrslunni á jafn vel við í dag og árið 2001.

Stiglitz, sem var um skeið aðalhagfræðingur Alþjóðabankans er nú prófessor hjá Columbia háskóla. Hann er í hópi virtustu hagfræðinga heims og hlaut árið 2001 Nóbelsverðlaun í hagfræði.
Í skýrslu sinni fyrir Seðlabankann fjallar Stiglitz almennt um hættur í smáum, opnum hagkerfum og hvernig megi draga úr þeim. Lesa áfram “Gleymd skýrsla Stiglitz um peningastefnu fyrir Ísland”