Vaxtalaus bindiskylda getur dregið úr tapi Seðlabanka af viðskiptum við bankana

Brýnt er að draga nú þegar úr vaxtatapi Seðlabankans af viðskiptum við bankana. Frá hruni hefur vaxtatapið numið rúmlega 30 milljörðum og enn bætast við 800 milljónir á mánuði. Færa má rök fyrir því að hægt sé draga úr þessu tapi um helming með því að auka bindiskyldu og hafa hana vaxtalausa. Samkvæmt úttekt AGS beita 86 seðlabankar vaxtalausri bindiskyldu. Seðlabanka Íslands ber að fara eins að til að draga úr tapi sínu og skattgreiðenda. Lesa áfram “Vaxtalaus bindiskylda getur dregið úr tapi Seðlabanka af viðskiptum við bankana”

Einkaseðlabankinn 1889

Árið 1899 kom inn á Alþingi frumvarp um stofnun seðlabanka í eigu þeirra Arntzen og Warburg. Seðlabanki þeirra myndi hafa einkarétt til seðlaútgáfu á Íslandi í 90 ár.

Frumvarpinu var all vel tekið en það komst þó ekki í gegn í fyrstu atrennu vegna tímaleysis. Milli þinga var leitað álits Þjóðbankans sem lagði til verulegar breytingar, meðal annars að stytta gildistíma einkaleyfisins.

Halldór Jónsson bankaféhirðir var á meðal þeirra sem vöruðu við því að einkabanka í eigu útlendinga yrði gefið einkaleyfi til seðlaútgáfu í landinu. Hann taldi farsælla að stofna seðlabanka í eigu ríkisins sem hefði hag allra landsmanna að leiðarljósi. Halldór færði fyrir því mörg góð rök og meðal annars þessi: Lesa áfram “Einkaseðlabankinn 1889”

Gleymd skýrsla Stiglitz um peningastefnu fyrir Ísland

225px-Joseph_Stiglitz Í nóvember árið 2001 afhenti hagfræðingurinn Joseph Stiglitz Seðlabanka Íslands skýrslu um peningastefnu fyrir smá og opin hagkerfi með sérstökum ráðleggingum fyrir Ísland. Nú blasir við að ef ráðgjöf Stiglitz hefði verið tekin alvarlega hefði mátt afstýra hruninu hér á landi, eða í það minnsta draga mjög úr því tjóni sem varð. Margt í skýrslunni á jafn vel við í dag og árið 2001.

Stiglitz, sem var um skeið aðalhagfræðingur Alþjóðabankans er nú prófessor hjá Columbia háskóla. Hann er í hópi virtustu hagfræðinga heims og hlaut árið 2001 Nóbelsverðlaun í hagfræði.
Í skýrslu sinni fyrir Seðlabankann fjallar Stiglitz almennt um hættur í smáum, opnum hagkerfum og hvernig megi draga úr þeim. Lesa áfram “Gleymd skýrsla Stiglitz um peningastefnu fyrir Ísland”