Bókhald Seðlabankans: Eru seðlar skuld?

Í bókhaldi Seðlabanka Íslands er venja að færa selda peningaseðla til skuldar en ekki til tekna. Í árslok 2016 „skuldaði“ Seðlabankinn 62 milljarða í útgefnum seðlum samkvæmt ársreikningi. Ekki virðast önnur rök fyrir þessari bókhaldsaðferð en þau að svona hafi þetta alltaf verið gert og þetta sé venjan hjá öðrum seðlabönkum. Vissulega er þetta venjan en það orkar tvímælis að færa tekjur sem skuld, slíkt stenst varla góða reikningskilavenju og um það fjallar þessi pistill.  Lesa áfram „Bókhald Seðlabankans: Eru seðlar skuld?“

Stýritæki seðlabankans hefur kostað 28 milljarða frá hruni

Screen Shot 2013-05-03 at 12.41.27 PMPeningaþenslan er komin af stað, aftur. Bankar hafa aukið laust fé í umferð um 10% á aðeins hálfu ári. Þessi þróun er áhyggjuefni og kallar á skjót viðbrögð. Í aðdraganda hrunsins óx peningamagn hratt, þrátt fyrir háa stýrivexti. Peningastefna Seðlabankans, sem á þeim tíma byggði á stýrivaxtatækinu, kom hvorki í veg fyrir gengdarlausa peningaþenslu bankanna, né það hrun er af henni leiddi. Hvað getum við lært af þeirri reynslu? Lesa áfram „Stýritæki seðlabankans hefur kostað 28 milljarða frá hruni“

Undarlegt Sérrit Seðlabanka um Peningastefnu eftir höft

Screen shot 2010-12-22 at 17.40.26 Þrátt fyrir titil Sérritsins sé „Peningastefna eftir höft“ þá fer býsna drjúgur hluti í að verja þá ógæfulegu peningastefnu sem Seðlabankinn kaus að fylgja frá því krónunni var fleytt árið 2001 og kennd er við verðbólgumarkmið, þar sem eina stýritækið er vextir.

Niðurstaða skýrsluhöfunda, sem vart geta talist hlutlausir, er sú að Seðlabankinn hafi byggt peningastefnu sína á “hugmyndum hagfræðinnar um besta fyrirkomulag peningamála”. Það  sem úrskeiðis fór er svo að mestu skrifað á gerð íslensks þjóðarbúskapar, óvenjulegar aðstæður, alþjóðavæðingu innlends fjármálakerfis og ofvöxt þess og fleira í þeim dúr.  Yfirsóp af þessu tagi vekur mann óneitanlega til umhugsunar um hvort núverandi stjórnendur Seðlabankans séu á réttri leið. Lesa áfram „Undarlegt Sérrit Seðlabanka um Peningastefnu eftir höft“