Englandsbanki segir viðskiptabanka búa til þá peninga sem þeir lána út.

Kjarninn 32. útgáfaGrein þessi birtist í Kjarnanum þann 27. mars 2014.

Óhætt er að segja að grein um peningamyndun sem birtist í nýjasta ársfjórðungsriti Englandsbanka komi á óvart. Englandsbanki, sem er seðlabanki Bretlands, segir það vera útbreiddan misskilning að viðskiptabankar þurfi að safna innlánum til að geta veitt lán. Sumar kennslubækur í hagfræði séu rangar að þessu leiti. Hið rétta sé, að þegar bankar veiti lán þá búi þeir einfaldlega til nýja peninga. Þessu er nánar lýst í greinum og myndböndum frá Englandsbanka.

Þótt flestum komi þetta kannski á óvart þá er þetta ekki nýtt fyrir öllum. Undanfarin ár hafa ýmsir hagfræðingar og hugveitur um peningamál vakið athygli á því hvernig bankar búi til peninga með útlánum. Sumir telja jafnvel að peningamyndun banka sé ein af ástæðum vaxandi skuldsetningar, verðbólgu og óstöðugleika í peningakerfum heimsins. Lesa áfram „Englandsbanki segir viðskiptabanka búa til þá peninga sem þeir lána út.“