Erindi flutt af Frosta á fundi Félags Atvinnurekenda í Iðnó 6. október 2010
Nýsköpun í atvinnurekstri hefur verið áhugamál hjá mér í meira en 30 ár. Á þessum tíma hafa verið tímabil þar sem nýsköpun hefur verið mikil, en ég þori að fullyrða að gróska á þessu sviði hefur aldrei verið meiri en einmitt núna.
Einmitt núna, þegar landið er statt á botni djúprar efnahagslægðar vekur þessi mikla gróska í nýsköpun von um betri tíð sé framundan. Kannski er mögulegt að á komandi misserum muni efnahagur landsins rétta úr kútnum, ný fyrirtæki blómstra og atvinnuleysið hverfa. Lesa áfram „Hugmyndir skapa störf“