Eins og fram kom í pistli í lok júní á þessu ári, þá sendi Efnahags- og viðskiptanefnd skriflega fyrirspurn til Fjármálaeftirlits um viðskiptahætti Dróma og hvort þeir væru í samræmi við lög.
Í svari Fjármálaeftirlitsins til nefndarinn kom meðal annars fram að Fjármálaeftirlitið hefði mál Dróma til athugunar. Þann 29. október birti svo Fjármálaeftirlit gagnsæistilkynningu á heimasíðu sinni þar sem greint er frá athugun á starfsháttum Dróma hf. Þar kemur fram að eftirlitið telur Dróma ekki fara að lögum og að Drómi hyggist kæra þá niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins.