Umsögn um 67. grein frumvarps um stjórnarskrá

Sent efnahags- og viðskiptanefnd 9. desember 2012

Umsögn um 67. grein frumvarps til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Í 67. grein eru settar afar víðtækar takmarkanir við því hvaða málum kjósendur geti vísað til þjóðaratkvæðis. Þessar takmarkanir sem eru bæði matskenndar og ólýðræðislegar, munu fyrirsjáanlega leiða til vandamála. Lesa áfram „Umsögn um 67. grein frumvarps um stjórnarskrá“