Í þættinum vikulokin á Rás 1 þann 7. desember í umsjón Hallgríms Thorsteinssonar. Smellið á myndina til að hlusta á þáttinn.
Fjármálaeftirlitið telur Dróma brjóta lög
Eins og fram kom í pistli í lok júní á þessu ári, þá sendi Efnahags- og viðskiptanefnd skriflega fyrirspurn til Fjármálaeftirlits um viðskiptahætti Dróma og hvort þeir væru í samræmi við lög.
Í svari Fjármálaeftirlitsins til nefndarinn kom meðal annars fram að Fjármálaeftirlitið hefði mál Dróma til athugunar. Þann 29. október birti svo Fjármálaeftirlit gagnsæistilkynningu á heimasíðu sinni þar sem greint er frá athugun á starfsháttum Dróma hf. Þar kemur fram að eftirlitið telur Dróma ekki fara að lögum og að Drómi hyggist kæra þá niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins.
Skuldalækkun heimila með lækkun neysluvísitölu.
Lækkun skulda heimilanna um 1-2%
Skuldir heimila geta lækkað um 1-2% með því að tilgreina álag vegna greiðslukorta
Verðtryggðar skuldir heimilanna voru ríflega1.400 milljarðar í mars á þessu ári. Miðað við það myndi lækkun neysluvísitölu, þótt ekki væri nema um eitt prósent lækka skuldir heimila um heila 14 milljarða. Það er einmitt hugsanlegt að hægt sé að ná fram slíkri lækkun einfaldlega með því að kaupmenn breyti venjum sínum og hætti að innifela álag vegna kortaviðskipta í almennu söluverði.
Lesa áfram „Skuldir heimila geta lækkað um 1-2% með því að tilgreina álag vegna greiðslukorta“