Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar komin til þingsins

Screen Shot 2014-03-26 at 22.42.28Góðar fréttir! Í dag var leiðréttingarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar dreift á Alþingi. Aðgerðirnar munu ná til allt að 100 þúsund heimila og heildarumfang leiðréttingarinnar verður allt að 150 milljarðar. Umsóknarferlið verður einfalt og byrjað að taka á móti umsóknum 15. maí og hægt að sækja um til 1. sept 2014. Leiðréttingin verður í haust, fljótlega eftir að umsóknarfresti lýkur. Það verður opnað fyrir greiðslu inn á séreignasparnaðinn þann 1. júli.

Frumvörpin eru í takt við þau áform sem ríkisstjórnin kynnti í lok nóvember, en til viðbótar býðst þeim sem ekki hafa húsnæðislán að njóta sama skattafsláttar við söfnun séreignasparnaðar til húsnæðiskaupa. Þetta kemur t.d. fólki á leigumarkaði til góða.

Hér má skoða frumvörpin tvö, annað fjallar um beina höfuðstólslækkun en hitt um lækkun með skattfrjálsri nýtingu séreignasparnaðar.

Ráðumst að rót verðbólgunnar

Greinin birtist í Morgunblaðinu 5. janúar 2013

Verðbólga er alvarlegt vandamál sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að ráða við. Í stað þess að koma böndum á sjálfa verðbólguna hefur vandanum verið sópað undir teppi verðtryggingar. Sú leið felur í sér að fjárfestar njóta tryggingar gegn verðbólgu en því miður er sú trygging á kostnað allra annarra í samfélaginu. Lesa áfram „Ráðumst að rót verðbólgunnar“