Það virðist sjálfgefið að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að flýta rafbílavæðingu á Íslandi. Við eigum nóg af rafmagni en þurfum að flytja inn bensín og díselolíu á núverandi bílaflota. En málið er ekki alveg svona einfalt. Lesa áfram „Er rafbílavæðing þjóðhagslega hagkvæm?“
Spara mætti 100 milljarða með því að hraða rafbílavæðingu
Árlega er flutt inn eldsneyti fyrir 10 milljarða til að knýja einkabíla landsmanna. Nú eru loksins að koma rafmagnsbílar á markað sem komast meira en 150 km á einni hleðslu og útskipting bílaflotans getur hafist.
Það eru 200 þúsund einkabílar í landinu og það gæti tekið allt að 30 ár að skipta þeim flota út fyrir rafbíla. Þá er miðað við að 30% af nýjum innfluttum bílum séu rafbílar. Lesa áfram „Spara mætti 100 milljarða með því að hraða rafbílavæðingu“