Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti

 MYND/PJETUR  Visir.is

Heimir Már Pétursson skrifar á Visir.is þann 13. nóvember:

Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins skoraði á Ragnheiði Elínu Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi í dag, að fresta gildistöku laga sem taka eiga gildi um næstu áramót um notkun á endurnýjanlegu eldsneyti í samgöngum á landi.

Frosti sagði efnafræðinginn Glúm Jón Björnsson hafa bent á að lögin muni valda miklum óþarfa kostnaði fyrir þjóðarbúið.

Viðbótarkostnaðurinn felst í því að hér þarf að kaupa inn dýrara eldsneyti á bílaflotann en annars hefði verið. Fyrir árin 2014 til 2019 gæti sá kostnaðarauki numið fimm til sex milljörðum króna og það í gjaldeyri,“ sagði Frosti í umræðum um störf þingsins í dag. Lesa áfram “Fresta lögum um endurnýjanlegt eldsneyti”

Galin hugmynd?

Hugmyndin kann að virðist galin við fyrstu sýn, en þegar betur er gáð gætu ýmsir kostir fylgt því að framleiða eldsneyti hérlendis úr raforku. Með því mætti spara gríðarlegan gjaldeyri, nýta útblástur frá álverum og auka orkuöryggi landsins.

Örugg eftirspurn innanlands til margra áratuga

Orkuspá til ársins 2050 bendir til þess að olíunotkun Íslands muni ekki dragast saman nema um 20% næstu áratugina, úr 500 í 400 þúsund tonn. Á þessu ári kaupum við inn eldsneyti fyrir hátt í 80 milljarða, allt greitt í gjaldeyri og allt bendir til þess að eldsneyti muni halda áfram að hækka í verði. Lesa áfram “Galin hugmynd?”

Er þóríum orkugjafi framtíðarinnar?

thorium_raw_chunkÞóríum (eða þórín) er geislavirkt frumefni sem finnst í nægilegu magni á jörðinni til að mæta orkuþörf alls mannkyns í mörg hundruð ár, hugsanlega þúsund ár. Eitt kíló af þóríum getur skilað 200 sinnum meiri orku en fæst úr sama magni af úrani. Eitt gramm af þóríum gefur álíka mikla orku og 3,5 tonn af kolum.

Mikill og vaxandi áhugi er nú á þróun þóríum kjarnorkuvera. Margt bendir til að þau gætu orðið mun ódýrari og hættuminni en nútíma kjarnorkuver, sem byggja á úrani. Geislavirkur úrgangur yrði einnig brot af því sem fellur til í úran kjarnorkuverum. Lesa áfram “Er þóríum orkugjafi framtíðarinnar?”