Loftslagsmál

  • Hitamál fá hlýjar viðtökur

    Bókin Hitamál kom loksins úr prentun 4. desember og síðan hefur hún rokið út. Fyrsta prentun kláraðist á nokkrum dögum en fólkið hjá Litlaprent brást skjótt við og prentaði meira.

    Bókin fæst keypt hér á vefnum sem kilja, rafbók og hljóðbók og fyrir stuttu kom hún í bókaverslanir Pennin Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu.

    Margir hafa haft samband til að hrósa bókinni og færa þakkir fyrir að koma þeim sjónarmiðum á framfæri sem í henni eru. Morgunblaðið minntist á bókina á forsíðu þann 8. desember sl. en í því blaði var viðtal við mig um efnið. Þann 10. var rætt um bókina í ritstjórnargrein:

    Screenshot
  • Frostarnir spjalla um hlýnun

    Var gestur Frosta Logasonar í Spjallinu á Brotkasti 30. október 2025. Við ræddum um loftslagsmálin, stefnu stjórnvalda í þeim málum og hvað mætti betur fara. Margt af því er hægt að lesa nánar um í bókinni Hitamál.
    Nú er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni á Youtube, eða á Spotify, með því að nota spilarann hér fyrir neðan.

  • Hitamál rædd á útvarpi Sögu

    Var gestur Síðdegisútvarpsins á Útvarpi Sögu þar sem við Pétur Gunnlaugsson ræddum um bókina Hitamál, stefnu Íslands í loftslagsmálum, afleiðingar hennar og margt fleira þessu tengt.

    Það er hægt að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.