Sérstaða Íslands: Ekkert moskító

Moskítóflugan gerir ferðamönnum lífið leitt í flestum löndum öðrum en Íslandi og reyndar Færeyjum og Falklandseyjum líka. Eins og margir þekkja veldur bit moskítóflugunnar verulegum óþægindum og í sumum löndum getur það borið með sér alvarlega sjúkdóma.

All margir munu hafa ofnæmi fyrir moskítóbiti. Svo eru alltaf þessir óheppnu, líklega einn af hverjum tíu, sem virðist hafa sérlega bragðgott blóð og eru útstungnir þótt aðrir sleppi við bit. Bjóðum þetta fólk, og alla sem vilja vera lausir við moskító, velkomna í ferðalag til Íslands þar sem hægt er að eiga moskítólaust sumarfrí á fallegum stað.

Ísland hefur að mínum dómi alls ekki gert nóg af því að kynna sig sem moskítólaust land. Þessi sérstaða landsins er á fárra vitorði, en ef hún væri kynnt skipulega gæti það laðað hingað fleiri ferðamenn.

Heimildir: 

Vísindavefurinn: Hvaða lönd eru moskítólaus?

Wikipedia: Moskito