Galin hugmynd?

Hugmyndin kann að virðist galin við fyrstu sýn, en þegar betur er gáð gætu ýmsir kostir fylgt því að framleiða eldsneyti hérlendis úr raforku. Með því mætti spara gríðarlegan gjaldeyri, nýta útblástur frá álverum og auka orkuöryggi landsins.

Örugg eftirspurn innanlands til margra áratuga

Orkuspá til ársins 2050 bendir til þess að olíunotkun Íslands muni ekki dragast saman nema um 20% næstu áratugina, úr 500 í 400 þúsund tonn. Á þessu ári kaupum við inn eldsneyti fyrir hátt í 80 milljarða, allt greitt í gjaldeyri og allt bendir til þess að eldsneyti muni halda áfram að hækka í verði. Lesa áfram “Galin hugmynd?”