Fjármálaráðherra vill lögleiða gengistryggð lán til óvarinna neytenda

Fjármálaráðherra

Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem miðar að því að lögleiða gengistryggð lán til neytenda sem hafa ekki varnir gegn þeirri gengisáhættu sem fylgir slíkum lánum. Einnig er með frumvarpinu opnað fyrir gengistryggð lán með veði í íbúðarhúsnæði neytenda sem óvarðir eru fyrir gengisáhættu. Það yrði mikið óheillaspor ef þetta frumvarp verður óbreytt að lögum.

Þeir ríku verða ríkari
Í frumvarpinu er áskilnaður um að aðeins þeir neytendur geti tekið gengistryggð lán sem hafi nægar tekjur til að ráða við verulegar gengis- og vaxtabreytingar sem fylgt geta slíkum lánum. Þau munu því aðeins standa efnafólki til boða. Lesa áfram „Fjármálaráðherra vill lögleiða gengistryggð lán til óvarinna neytenda“