Ísland taki afstöðu gegn viðskiptaþvingunum

Ísland er eitt af þeim ríkjum sem eiga sérstaklega mikilla hagsmuna að gæta af því að milliríkjaviðskipti séu án allra þvingana. Ríflega 53% af þjóðarframleiðslu Íslands er í formi útflutningstekna. Þetta er mjög hátt hlutfall í alþjóðlegum samanburði. Í Bandaríkjunum eru útflutningstekjur aðeins 12% af þjóðarframleiðslu og líklega er hlutfall útflutnings hjá Evrópusambandinu litlu hærra. Bandaríkin og ESB fórna því hlutfallslega margfalt minni hagsmunum en Ísland með því að taka þátt í efnahagsþvingunum. Lesa áfram „Ísland taki afstöðu gegn viðskiptaþvingunum“

Vil ég fá áfengi í matvöruverslanir? (Þingræða)

Virðulegi forseti. Við ræðum hér frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Verði frumvarpið að lögum mun sala á áfengi færast frá ÁTVR til matvöruverslana.

Ef gerð væri könnun meðal landsmanna og spurt, “Vilt þú geta keypt áfengi í matvöruverslunum?” þá myndu eflaust margir svara því játandi. En hverju þeir svara ef spurningin væri orðuð með eftirfarandi hætti:

Vilt þú geta keypt áfengi í matvöruverslunum, ef fjöldi rannsókna sýna að það muni leiða til aukinnar áfengisneyslu? Aukin neysla auki tíðni alvarlegra sjúkdóma eins og krabbameins, lifrarsjúkdóma, sykursýki. Rannsóknir sýna einnig að aukinni neyslu áfengis fylgir aukin tíðni umferðarslysa og einnig ofbeldis meðal annars gegn konum og börnum.

Ef spurningin er sett fram með þessum hætti hygg ég að flestir myndu telja afleiðingarnar of neikvæðar og leggjast gegn því að áfengi fari í matvöruverslanir. Lesa áfram „Vil ég fá áfengi í matvöruverslanir? (Þingræða)“