Englandsbanki segir viðskiptabanka búa til þá peninga sem þeir lána út.

Kjarninn 32. útgáfaGrein þessi birtist í Kjarnanum þann 27. mars 2014.

Óhætt er að segja að grein um peningamyndun sem birtist í nýjasta ársfjórðungsriti Englandsbanka komi á óvart. Englandsbanki, sem er seðlabanki Bretlands, segir það vera útbreiddan misskilning að viðskiptabankar þurfi að safna innlánum til að geta veitt lán. Sumar kennslubækur í hagfræði séu rangar að þessu leiti. Hið rétta sé, að þegar bankar veiti lán þá búi þeir einfaldlega til nýja peninga. Þessu er nánar lýst í greinum og myndböndum frá Englandsbanka.

Þótt flestum komi þetta kannski á óvart þá er þetta ekki nýtt fyrir öllum. Undanfarin ár hafa ýmsir hagfræðingar og hugveitur um peningamál vakið athygli á því hvernig bankar búi til peninga með útlánum. Sumir telja jafnvel að peningamyndun banka sé ein af ástæðum vaxandi skuldsetningar, verðbólgu og óstöðugleika í peningakerfum heimsins. Lesa áfram “Englandsbanki segir viðskiptabanka búa til þá peninga sem þeir lána út.”

Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar komin til þingsins

Screen Shot 2014-03-26 at 22.42.28Góðar fréttir! Í dag var leiðréttingarfrumvörpum ríkisstjórnarinnar dreift á Alþingi. Aðgerðirnar munu ná til allt að 100 þúsund heimila og heildarumfang leiðréttingarinnar verður allt að 150 milljarðar. Umsóknarferlið verður einfalt og byrjað að taka á móti umsóknum 15. maí og hægt að sækja um til 1. sept 2014. Leiðréttingin verður í haust, fljótlega eftir að umsóknarfresti lýkur. Það verður opnað fyrir greiðslu inn á séreignasparnaðinn þann 1. júli.

Frumvörpin eru í takt við þau áform sem ríkisstjórnin kynnti í lok nóvember, en til viðbótar býðst þeim sem ekki hafa húsnæðislán að njóta sama skattafsláttar við söfnun séreignasparnaðar til húsnæðiskaupa. Þetta kemur t.d. fólki á leigumarkaði til góða.

Hér má skoða frumvörpin tvö, annað fjallar um beina höfuðstólslækkun en hitt um lækkun með skattfrjálsri nýtingu séreignasparnaðar.

Stjórnvöld víða um heim vara við sýndarfé.

Bitcoin sýndarféGrein sem birtist í DV-kjallari þann 25. mars 2014:
Þann 19. mars gáfu íslensk stjórnvöld út aðvörun um þá áhættu sem fylgir sýndarfé (e. virtual currencies) svo sem Auroracoin og Bitcoin. Tilefni aðvörunar nú er fyrirhuguð úthlutun sýndarfjárins Aurauracoin til Íslendinga á vegum aðila sem vinnur undir dulnefninu Baldur Friggjar Óðinsson.

Stjórnvöld fjölmargra landa hafa séð tilefni til að upplýsa almenning um þá áhættu sem felst í kaupum, varðveislu eða viðskiptum með sýndarfé. Notendur eru ekki varðir gegn tapi á sýndarfé, t.d. ef “markaðstorg” sem skiptir eða varðveitir sýndarfé bregst skyldum sínum, greiðsla misferst eða kemst í hendur óviðkomandi aðila. Lesa áfram “Stjórnvöld víða um heim vara við sýndarfé.”

Seðlabanki Íslands varar við sýndarfé

Fyrir nokkru síðan vakti ég athygli á því að margir erlendir seðlabankar hefðu varað formlega við þeirri áhættu sem fylgir sýndarfé. Í dag birti Seðlabanki Íslands einmitt slíka aðvörun og því ber að fagna. Það enda mjög mikilvægt að stjórnvöld peningamála upplýsi almennig um þá óvissu og áhættu sem fylgir notkun á bitcoin, auroracoin og öðru sýndarfé. Tilkynning Seðlabankans er á þessa leið: Lesa áfram “Seðlabanki Íslands varar við sýndarfé”

Seðlabanki Englands: Bankar búa til peninga þegar þeir veita lán

Screen Shot 2014-03-16 at 17.11.25Í nýju ársfjórðungsriti Seðlabanka Englands er fjallað um peningamyndun í bankakerfinu. Þar er viðteknum kenningum um að bankar margfaldi upp peningamagn seðlabankans vísað á bug. Í reynd búi bankar til peninga með því að veita lán. Seðlabanki Englands staðfestir þannig það sem Betra Peningakerfi, og Positive Money hafa verið að vekja athygli á undanfarin ár.

Hér er þetta svart á hvítu: Lesa áfram “Seðlabanki Englands: Bankar búa til peninga þegar þeir veita lán”

ESB semur við Noreg um ofveiði á makríl

Í gærkvöldi bárust þær upplýsingar að ESB, Noregur og Færeyjar hafi gert samkomulag um magn og skiptingu makrílafla án þáttöku Íslands. Umsamið aflamagn er langt umfram veiðiráðgjöf. Íslendingar vildu ekki taka þátt í samkomulagi sem byggði á veiði langt umfram ráðgjöf vísindamanna og það er gott.

Hingað til hefur makríll ekki verið á lista yfir fiskistofna sem eru ofveiddir. Neytendur verða sífellt meðvitaðri um umhverfismál og hvaða áhrif innkaup þeirra geta haft á fiskistofna. Þessi samningur um ofveiði gæti því dregið úr eftirspurn eftir makríl um leið og hann stóreykur framboðið. Afleiðingin gæti orðið verðhrun á makríl.

Ísland stundar ekki ofveiði en ESB ofveiðir 80% af sínum fiskistofnum og 30% fiskistofna ESB eru að hruni komnir. Þá staðreynd þarf að kynna á okkar helstu mörkuðum svo þeir neytendur sem kjósa sjálfbærar vörur geti tekið upplýstar ákvarðanir.

Soros segir banka vera sníkjudýr á raunhagkerfinu

soros tragedy of the EUFjárfestirinn George Soros segir í nýrri bók “The Tragedy of the European Union” að bankar séu orðnir sníkjudýr (e. parasite) á raunhagkerfinu.

Soros bendir á að í Bretlandi hafi hlutur fjármálageirans náð 35% af öllum hagnaði í landinu. Soros finnst þetta fáránlega stórt hlutfall. Hann segir jafnframt að ekkert hafi verið unnið á rótum evruvandans og hann telur vel hugsanlegt að Þýskaland muni yfirgefa myntbandalagið. Lesa áfram “Soros segir banka vera sníkjudýr á raunhagkerfinu”

Vaxtagjöld Seðlabanka eru óþarflega há

Bankarnir eiga gríðarlega mikið laust fé. Seðlabankinn býður bönkum að geyma laust fé á innstæðureikningum sem bera 5% vexti og í innstæðubréfum sem bera 5.75% vexti. Eins og sjá má af línuritinu þá hafa bankarnir verið að nýta sér þessa frábæru ávöxtun hjá Seðlabankanum í vaxandi mæli. Nú eru bankarnir með alls 206 milljarða í ávöxtun hjá Seðlabankanum sem gefur þeim á ársgrundvelli 11,5 milljarða í vexti.

Ég hef ítrekað bent á að Seðlabankinn geti sparað sér verulegan hluta af þessum vaxtagjöldum með því t.d. að beita bindiskyldu eða hreinlega lækka stýrivexti.

Þessi vaxtagjöld Seðlabankans draga vitaskuld úr getu hans til að greiða arð í ríkissjóð. Það þýðir að skattgreiðendur þurfa að greiða hærri skatta sem því nemur.