Hefði ekki verið betra að spyrja leyfis?

Hér er andsvar mitt við ræðu Valgerðar Bjarnadóttur í umræðum um skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

Virðulegur forseti,
Við ræðum hér skýrslu utanríkisráðherra um aðildarviðræður við ESB.
Ég vil spyrja háttvirtan þingmann Valgerði Bjarnadóttur hvað henni finnist um þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni um umsóknarferlið og aðferðafræði þess.

Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar

Ræða sem ég flutti í Alþingi 20. febrúar um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar.

Virðulegi Forseti,

Við ræðum skýrslu utanríkisráðherra um stöðu aðildarferlisins og horfur í Evrópusambandinu.

Þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni styðja þá skoðun mína að forsendur aðildarumsóknarinnar séu brostnar og Evrópusambandið sé alls ekki sú lausn á vandamálum Íslands sem haldið var fram. Lesa áfram „Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar“

Er neysluvísitalan ofmæld?

Í skýrslu minnihluta nefndar um afnám verðtryggingar er meðal annars vakin athygli á því hversu flókið verkefni það er að mæla verðbreytingar. Hætta sé á ofmati. Ofmat vísitölu sem næmi aðeins 1,5% á ári myndi leiða til tilfærslu eigna upp á 25,5 milljarða frá skuldsettum heimilum til lánastofnana. Það myndi þýða tugi eða jafnvel hundruð þúsund í hækkun skulda árlega á hvert skuldsett heimili.  Lesa áfram „Er neysluvísitalan ofmæld?“

Meirihlutinn vill krónuna áfram

Afstaða til ISKÞrátt fyrir alvarlegt efnahagsáfall, fjármagnshöft og talsverðan áróður gegn íslensku krónunni benda kannanir Fréttablaðsins til þess að rúmlega helmingur landsmanna vilji hafa krónuna áfram. Í janúar 2009 vildu aðeins 38,1% halda í krónuna en í janúar 2014 hafði þetta hlutfall hækkað um 32% og var orðið 50,3%.

Fróðlegt væri kanna hvað þeir vilja í staðinn sem ekki vilja hafa krónuna. Þá kæmi eflaust í ljós að sá hópur er alls ekki jafn einhuga og hópurinn sem vilja hafa krónu áfram. Einhverjir vilja eflaust aðild að ESB og evrusvæðinu en aðrir vilja taka upp dollar eða einhverjar aðrar myntir. Ef þessi skipting yrði könnuð nánar kæmi eflaust í ljós að þeir sem vilja krónu áfram eru í afgerandi meirihluta.

Auroracoin peningasvindl?

aurlogo6Mbl.is flytur fréttir af áformum óþekktra en ákaflega góðhjartaðra aðila sem hyggjast gefa sérhverjum Íslendingi 31.8 auroracoin þann 25. mars næstkomandi. Íslendingar geti þá notað Auroracoin sem gjaldmiðil í staðinn fyrir krónur. Þannig verði þjóðin laus undan „gjaldeyrishöftum og útþynningu gjaldmiðilsins“.

Ýmislegt bendir samt til þess að hér sé um að ræða peningasvindl og brot á lögum.  Lesa áfram „Auroracoin peningasvindl?“

Einhugur um afnám verðtryggingar – en hversu hratt?

SkyrslaumafnamverdtrNiðurstaða nefndar um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum er einróma sú að verðtrygging sé skaðleg og hana þurfi að afnema. Nefndin klofnaði hins vegar í afstöðu sinni til þess hversu hratt eigi að afnema verðtrygginguna. Minnihluti nefndarinnar leggur til afnám strax á miðju ári, en meirihlutinn vill afnema verðtryggingu í áföngum og taka fyrsta skrefið næstu áramót. Þingið þarf því að velja á milli þessara valkosta. Í þessum pistli skoða ég helstu rök meirihlutans gegn afnámi í einu skrefi og set fram mótrök gegn þeim. Lesa áfram „Einhugur um afnám verðtryggingar – en hversu hratt?“