Ótímabærar höfuðstöðvar Landsbankans

Höfuðstöðvar LandsbankansLandsbankinn hefur viðrað áform um að byggja allt að 15 þúsund fermetra húsnæði fyrir nýjar höfuðstöðvar bankans og vill hefja framkvæmdir sem fyrst. Í ljósi þess að Landsbankinn er í eigu ríkisins, sem er mjög skuldugt og stendur í erfiðum niðurskurði, er spurning hvort nýjar höfuðstöðvar ríkisbankans eigi að njóta forgangs.

Ef ríkisbankinn er aflögufær um þá milljarða sem þarf til að byggja höfuðstöðvar, þá hlýtur það að vera krafa eigandans eins og staðan er núna að fjármagnið renni í ríkissjóð í formi arðs. Þannig myndu milljarðarnir nýtast við brýnni verkefni til dæmis í heilbrigðiskerfinu. Lesa áfram “Ótímabærar höfuðstöðvar Landsbankans”

Skuldir heimila geta lækkað um 1-2% með því að tilgreina álag vegna greiðslukorta

visamasterVerðtryggðar skuldir heimilanna voru ríflega1.400 milljarðar í mars á þessu ári. Miðað við það myndi lækkun neysluvísitölu, þótt ekki væri nema um eitt prósent lækka skuldir heimila um heila 14 milljarða. Það er einmitt hugsanlegt að hægt sé að ná fram slíkri lækkun einfaldlega með því að kaupmenn breyti venjum sínum og hætti að innifela álag vegna kortaviðskipta í almennu söluverði.

Lesa áfram “Skuldir heimila geta lækkað um 1-2% með því að tilgreina álag vegna greiðslukorta”

Efasemdir um nýtt fangelsi á Hólmsheiði

Ég verð að játa að ég hef efasemdir um að rétt sé að hefja byggingu fangelsis á Hólmsheiði, sem uppfyllir ýtrustu kröfur á sama tíma og heilbrigðiskerfi okkar riðar til falls. Hér er vonandi málefnalegt innlegg í þá umræðu.

Nýja fangelsið myndi kosta um 2 milljarða fullbúið með 56 klefum. En á sama tíma verða lagðir niður 28 klefar í fangelsum á Kópavogi og á Skólavörðustíg þannig að viðbótin yrði aðeins 28 klefar. Lesa áfram “Efasemdir um nýtt fangelsi á Hólmsheiði”

Stóra hagsmunamálið

Printing-press-cartoonÉg velti því fyrir mér hvort almenningur myndi sætta sig við það að einkabönkum væri leyft að búa til peningaseðla að vild. Líklega myndu fáir sætta sig við það.  Samt er bönkum leyft að búa til innstæður að vild, innstæður sem við notum í staðinn fyrir peningaseðla. Afleiðingar af þessu fyrirkomulagi eru býsna alvarlegar: óstöðugt peningakerfi, viðvarandi verðbólga, þyngri vaxtabyrði allra í þjóðfélaginu og skuldir ríkissjóðs eru hundruðum milljarða hærri en annars væri. Myndi almenningur ekki krefjast umbóta ef hann vissi hvernig þessu er háttað? Lesa áfram “Stóra hagsmunamálið”