Gasöld gengin í garð

Nýjar námuaðferðir “e. fracking” hafa opnað Bandaríkjamönnum aðgang að gríðarlegu magni af jarðgasi sem bundið er í setlögum (“shale”). Framboð af jarðgasi vestan hafs hefur stóraukist undanfarin ár og verð á gasi og ýmsum tengdum afurðum lækkað hratt.“Fracking” er stytting á orðinu “hydraulic fracturing” sem mætti þýða vökvaknúin sprungumyndun. Aðferðin felur í sér að blöndu af vatni, sandi og kemískum efnum er dælt niður í borholu undir miklum þrýstingi. Oft er holan boruð lárétt inn í þau setlög sem binda gasið. Gasið getur þá losnað úr setlögunum og leitað upp á yfirborðið um sprungurnar þegar niðurdælingu lýkur. Lesa áfram „Gasöld gengin í garð“

Ekkert persónulegt…

Ert þú í hópi þeirra fjölmörgu sem nota sama tölvupóstfangið fyrir öll samskipti hvort sem þau eru prívat mál eða vinnutengd? Þekkir þú einhvern sem er þannig? Lestu þá áfram.

Sumum finnst kannski þægilegt að fá allan tölvupóst á eitt og sama netfangið, en það getur samt leitt til alls kyns vandræða sem betra væri að sneiða hjá.

Góðu fréttirnar eru að það kostar ekki neitt að stofna persónulegt tölvupóstfang hjá t.d. gmail.com og póstforrit ráða við fleiri en eitt tölvupóstfang samtímis. Það þarf því ekki að vera neitt auka vesen að fylgjast með tveim póstföngum. Lesa áfram „Ekkert persónulegt…“

Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 12. 12 2012:

Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Með peningavaldi er átt við valdið til að búa til peninga, eða ígildi peninga, og setja í umferð.

Ógætileg meðferð peningavaldsins er vafalítið ein af höfuðástæðum hrunsins og má færa rök fyrir því að ný stjórnarskrá fjalli um peningavaldið og hvernig skuli koma í veg fyrir að því verði misbeitt. Lesa áfram „Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.“

Umsögn um 67. grein frumvarps um stjórnarskrá

Sent efnahags- og viðskiptanefnd 9. desember 2012

Umsögn um 67. grein frumvarps til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Í 67. grein eru settar afar víðtækar takmarkanir við því hvaða málum kjósendur geti vísað til þjóðaratkvæðis. Þessar takmarkanir sem eru bæði matskenndar og ólýðræðislegar, munu fyrirsjáanlega leiða til vandamála. Lesa áfram „Umsögn um 67. grein frumvarps um stjórnarskrá“