Lýðræði okkar er berskjaldað

Fréttablaðið Skoðun 15. mars 2012

Frosti Sigurjónsson rekstarhagfræðingur skrifar:

Kjósendur fá sífellt fleiri tækifæri til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslum, sem er gott. En um leið er orðið mjög brýnt að setja lög gegn því að valdi og fjármagni verði beitt til að skekkja grundvöll lýðræðisins.

Fjársterkir aðilar hafa forskot á þá efnaminni þegar kemur að því að fjárfesta í markaðssetningu skoðana. Ef við viljum ekki að aðgangur að fjármagni geti ráðið úrslitum í þjóðaratkvæðagreiðslum þarf að setja lög sem jafna leikinn. Lesa áfram “Lýðræði okkar er berskjaldað”

Erindi til Innanríkisráðuneytis vegna kynningarátaks ESB á Íslandi

innanrikisraduneytidEftirfarandi erindi var sent Innanríkisráðuneytinu 4. mars sl. Ráðuneytið hefur staðfest viðtöku og ráðherrann sagt í fjölmiðlum að erindið sé komið í vinnslu.

Hr. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra

Sölvhólsgötu 7

150 Reykjavík

Erindi: Er kynningarstarf Evrópusambandsins á Íslandi lögbrot?

Evrópusambandið fjármagnar Evrópustofu sem tók til starfa 21. janúar á þessu ári og hefur það markmið að “stuðla að aukinni umræðu, þekkingu og skilningi á eðli og starfsemi ESB.” Evrópusambandið leggur Evrópustofu til 1,4 milljónir evra á tveim árum. Evrópustofa gefur út kynningarefni í bæklingum og öðru formi til dreifingar. Evrópustofa hefur staðið að fjölda kynningarfunda víða um landið. Meðal framsögumanna er sendiherra ESB, (t.d. á opnun fundi um ESB á Akureyri 29. febrúar sl.) Lesa áfram “Erindi til Innanríkisráðuneytis vegna kynningarátaks ESB á Íslandi”