Þingræða á eldhúsdögum

Virðulegi forseti,  kæru landsmenn

Í þessari stuttu ræðu langar mig til að vekja athygli á ólíkum hagsmunum bankakerfisins og fólksins í landinu og mikilvægi þess að í því efni verði komið á betra jafnvægi en nú er. Ég tel að stjórnmálamenn allra flokka ættu að geta sameinast um þetta markmið.

En áður en ég vík að bankakerfinu, vil ég nota tækifærið til að fagna þeim mikla árangri sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur náð á fyrsta ári kjörtímabilsins. Ekki síst með vel útfærðum aðgerðum í þágu skuldsettra heimila, en skuldir þeirra hafa tvöfaldast á tuttugu árum og íslensk heimili með þeim skuldsettustu í heimi. Lesa áfram „Þingræða á eldhúsdögum“

Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar

Ræða sem ég flutti í Alþingi 20. febrúar um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar.

Virðulegi Forseti,

Við ræðum skýrslu utanríkisráðherra um stöðu aðildarferlisins og horfur í Evrópusambandinu.

Þær upplýsingar sem fram koma í skýrslunni styðja þá skoðun mína að forsendur aðildarumsóknarinnar séu brostnar og Evrópusambandið sé alls ekki sú lausn á vandamálum Íslands sem haldið var fram. Lesa áfram „Þingræða um ESB skýrslu Hagfræðistofnunar“