Klinkið viðtal um peningamálstefnu

Klinkid 18.september 2014

Frosti ræðir við Þorbjörn Þórðarson í spjallþættinum Klinkið 18. september. Rætt er um ráðstefnu í London á vegum Positive Money í Bretlandi.  Þar flutti Martin Wolf erindi um peningastefnu og Frosti var í pallborðsumræðum. Einnig er rætt um peningastefnu hérlendis. Smellið á myndina til að heyra viðtalið.

Evruvandinn: Ísland þarf viðbragðsáætlun

Screen shot 2010-12-30 at 21.07.23 Á meðan ríkisstjórnin keppir að því að koma Íslandi í Evrópusambandið, svo hér megi taka upp evru, hrannast óveðursskýin upp yfir myntbandalaginu.

Líkur á endalokum evrusamstarfsins eru enn sem komið er taldar litlar, en kannski meiri líkur á að evrusvæðinu verði skipt í tvo hluta. Hvers kyns breytingar af þessu tagi myndu þó hafa víðtækar afleiðingar um allan heim og líka hér á Íslandi.

Gleymd skýrsla Stiglitz um peningastefnu fyrir Ísland

225px-Joseph_Stiglitz Í nóvember árið 2001 afhenti hagfræðingurinn Joseph Stiglitz Seðlabanka Íslands skýrslu um peningastefnu fyrir smá og opin hagkerfi með sérstökum ráðleggingum fyrir Ísland. Nú blasir við að ef ráðgjöf Stiglitz hefði verið tekin alvarlega hefði mátt afstýra hruninu hér á landi, eða í það minnsta draga mjög úr því tjóni sem varð. Margt í skýrslunni á jafn vel við í dag og árið 2001.

Stiglitz, sem var um skeið aðalhagfræðingur Alþjóðabankans er nú prófessor hjá Columbia háskóla. Hann er í hópi virtustu hagfræðinga heims og hlaut árið 2001 Nóbelsverðlaun í hagfræði.
Í skýrslu sinni fyrir Seðlabankann fjallar Stiglitz almennt um hættur í smáum, opnum hagkerfum og hvernig megi draga úr þeim. Lesa áfram „Gleymd skýrsla Stiglitz um peningastefnu fyrir Ísland“

Undarlegt Sérrit Seðlabanka um Peningastefnu eftir höft

Screen shot 2010-12-22 at 17.40.26 Þrátt fyrir titil Sérritsins sé „Peningastefna eftir höft“ þá fer býsna drjúgur hluti í að verja þá ógæfulegu peningastefnu sem Seðlabankinn kaus að fylgja frá því krónunni var fleytt árið 2001 og kennd er við verðbólgumarkmið, þar sem eina stýritækið er vextir.

Niðurstaða skýrsluhöfunda, sem vart geta talist hlutlausir, er sú að Seðlabankinn hafi byggt peningastefnu sína á “hugmyndum hagfræðinnar um besta fyrirkomulag peningamála”. Það  sem úrskeiðis fór er svo að mestu skrifað á gerð íslensks þjóðarbúskapar, óvenjulegar aðstæður, alþjóðavæðingu innlends fjármálakerfis og ofvöxt þess og fleira í þeim dúr.  Yfirsóp af þessu tagi vekur mann óneitanlega til umhugsunar um hvort núverandi stjórnendur Seðlabankans séu á réttri leið. Lesa áfram „Undarlegt Sérrit Seðlabanka um Peningastefnu eftir höft“