Klinkið viðtal um peningamálstefnu

Klinkid 18.september 2014

Frosti ræðir við Þorbjörn Þórðarson í spjallþættinum Klinkið 18. september. Rætt er um ráðstefnu í London á vegum Positive Money í Bretlandi.  Þar flutti Martin Wolf erindi um peningastefnu og Frosti var í pallborðsumræðum. Einnig er rætt um peningastefnu hérlendis. Smellið á myndina til að heyra viðtalið.

Ráðumst að rót verðbólgunnar

Greinin birtist í Morgunblaðinu 5. janúar 2013

Verðbólga er alvarlegt vandamál sem stjórnvöldum hefur ekki tekist að ráða við. Í stað þess að koma böndum á sjálfa verðbólguna hefur vandanum verið sópað undir teppi verðtryggingar. Sú leið felur í sér að fjárfestar njóta tryggingar gegn verðbólgu en því miður er sú trygging á kostnað allra annarra í samfélaginu. Lesa áfram „Ráðumst að rót verðbólgunnar“

Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Umsögn til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 12. 12 2012:

Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.

Með peningavaldi er átt við valdið til að búa til peninga, eða ígildi peninga, og setja í umferð.

Ógætileg meðferð peningavaldsins er vafalítið ein af höfuðástæðum hrunsins og má færa rök fyrir því að ný stjórnarskrá fjalli um peningavaldið og hvernig skuli koma í veg fyrir að því verði misbeitt. Lesa áfram „Peningavaldið – Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 – Mál nr. 415.“

Tímamótaskýrsla frá AGS

IMFlogoFyrir fáeinum dögum kom út skýrsla (Working Paper) frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum “The Chicago Plan Revisited” en hún fjallar um endurbætur á fjármálakerfinu sem Irving Fisher og fleiri lögðu fram í kjölfar kreppunnar miklu.

Skýrsluhöfundar, Benes og Kumhof, setja tillögur Fishers upp í fullkomið haglíkan til að greina afleiðingar þeirra, og komast að þeirri niðurstöðu að endurbæturnar geti einmitt skilað þeim árangri sem Fisher spáði um og gott betur. Rétt er að geta þess að þótt skýrslan sé unnin hjá AGS þá eru höfundarnir ábyrgir fyrir niðurstöðum hennar en ekki AGS. Lesa áfram „Tímamótaskýrsla frá AGS“

Hver greiddi ferðina til Sardiníu?

sardinia_kort
Sardinía

Á 19. öld ákvað ónafngreindur breskur lávarður að heimsækja hina fögru miðjarðarhafseyju Sardiníu, ásamt fjölskyldu sinni og þjónustufólki. Ferðalagið gekk eins og í sögu. Lávarðurinn og fylgdarlið hans gisti aðeins á bestu hótelum og snæddi aðeins á bestu matstöðunum – ekkert var sparað.

Eyjaskeggjar tóku að sjálfsögðu vel á móti þessum forríku ferðamönnum. Lávarðurinn ákvað líka að framlengja dvölina um tvo mánuði. Kostnaðurinn var að sjálfsögðu verulegur. Alls staðar greiddi lávarðurinn með ávísunum í pundum á viðurkenndan breskan banka. Ávísunum lávarðsins var vel tekið, enda voru þær í pundum og á þessum árum var gjaldmiðill eyjaskeggja ekki upp á marga fiska. Lesa áfram „Hver greiddi ferðina til Sardiníu?“